Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skagaströnd, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa endurnýjað samstarfssamning milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skagaströnd, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa endurnýjað samstarfssamning milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
Líf og starf 13. mars 2020

Sameiginlegt markmið að nýta sérþekkingu sem best

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Samstarfssamningur milli BioPol á Skagaströnd og Háskólans á Akureyri var endurnýjaður á dögunum og gildir til næstu fimm ára. BioPol og háskólinn hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
 
Sjávarlíftæknisetrið BioPol, sem stofnað var á Skagaströnd í september 2007, hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem meðal annars hafa miðað að því að kortleggja vannýtt tækifæri, til verðmætasköpunar, innan íslensks sjávarútvegs. Átta vel menntaðir starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn starfa hjá félaginu. Á starfstíma félagsins hefur verið byggð upp fullkomin rannsóknaaðstaða ásamt vottuðu vinnslurými sem nýtist frumkvöðlum og smáframleiðendum.
 
Háskólinn á Akureyri hefur boðið upp á meistaranám í sjávarútvegs- og auðlindafræðum. Kennsla í sjávarútvegsfræði hefur frá upphafi farið fram í samstarfi við innlend sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í tengdum greinum og þeirra á meðal er BioPol á Skagaströnd.
 
Skagaströnd. Mynd / HKr.
 
Nýta sérþekkingu sem best
 
Mikil ánægja er meðal forráðamanna og starfsmanna BioPol með samstarfið við Háskólann og sú ánægja er gagnkvæm segir í til­kynningu á vefsíðu félagsins. Í því ljósi hafi nú verið gerður nýr samningur um áframhaldandi samstarf og fjalli hann einkum um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni, matvælafræði og tengdra sviða. Í því felist m.a. að skilgreina ný rannsóknaverkefni en helsti styrkleiki samstarfsins byggi á samlegð mismunandi sérfræðiþekkingar og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefnum.
 
„Sameiginlegt markmið beggja er að að nýta sem best sérþekkingu þá sem samningsaðilar búa yfir auk þess sem samningnum er ætlað að bæta aðgengi vísinda­manna og nemenda HA að sérfræð­iþekkingu og aðstöðu BioPol og aðgengi sérfræðinga BioPol að sérfræðingum HA og aðstöðu,“ segir í tilkynningunni.
 
Geta auglýst stöðu sérfræðings
 
Í stjórn BioPol sitja fimm stjórnar­menn og þar af einn frá HA. Með þeim hætti leggur HA til verkefnisstjóra með þekkingu á sjávarlíftækni, hagnýtri örverufræði, vinnslutækni matvæla, nýsköpun og atvinnuþróun. Starfsstöð hans er við Háskólann á Akureyri en verkefnið er fyrst og fremst mótun faglegra áherslna samstarfsins og utanumhald rannsóknarverkefna. Allt frá stofnun BioPol hefur dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við HA, sinnt þessu hlutverki.
 
Samningurinn tilgreinir jafnframt að BioPol getur auglýst stöðu sérfræðings sem staðsettur verður hjá BioPol á Skagaströnd en staðan er til komin vegna vinnu svokallaðrar NV nefndar  sem starfaði fyrir forsætisráðuneytið árið 2008.                           
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...