Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Í deiglunni 2. september 2019

Maríulaxinn úr Haukadalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Þrátt fyrir laxleysissumar hafa nokkrir fengið maríulaxinn sinn í sumar og ein af þeim er Jóna Björg sem veiddi hann í Haukadalsá í Dölum. Enda hefur verið erfitt að umgangast laxinn dögum saman í sumar vegna lítils vatns. En allt kemur þetta með lagninni og þolimæðinni.
 
Jóna Björg Jónsdóttir fór í sinn fyrsta laxveiðitúr í Haukadalsá. Andri Þór Arinbjörnsson, eiginmaður Jónu, starfaði áður fyrr sem leiðsögumaður og með honum hafa öll börnin þeirra þrjú fengið maríulax en núna var komið að Jónu að spreyta sig. Á fyrsta veiðistað var farið í kastkennslu en svo þegar þurfti að kasta aðeins lengra setti Andri í lax sem Jóna fékk að æfa sig á að þreyta. Sá losnaði af en það gerði ekki mikið til því Jóna fékk með þessu allan þann undirbúning sem þurfti fyrir maríulaxinn sem hún yrði auðvitað að setja í sjálf. Þegar Jóna strippaði Undertaker tvíkrækju nr. 16 yfir hyl neðar í ánni tók hængur sem kom á land að lokum eftir taugatrekkjandi viðureign. 
 
Maríulaxinn var 68 sentímetra langur hængur, virkilega fallegur fiskur. Nú er góðum áfanga náð í þeirra fjölskyldu því allir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax en Jóna á sjálfsagt eftir að veiða marga til viðbótar því að hún fylgdi öllum ströngustu reglum um veiðiuggaát. 
 
Haukadalsáin er afar vatnslítil þessa dagana og örfáir staðir sem halda laxi en aðeins hefur rignt en ekki mikið.  Hollið sem var að klára þriggja daga veiði fékk þó 9 laxa, þar af einn 98 sentímetra hæng sem fékkst á Pheasant tail. Haukadalsáin er rétt skriðin yfir 120 veidda laxa en vonandi batna aðstæður til veiða með haustinu.
 

Skylt efni: Haukadalsá | stangaveiði

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....