Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hamborgari, sveppaborgari og súkkulaðikaka
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 24. október 2017

Hamborgari, sveppaborgari og súkkulaðikaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Það líkar flestum við hamborgara og súkkulaðikökur – og það eru líka til gómsætir borgarar fyrir grænmetisætur. 

BLT borgari með chili-majónesi

  • 600 g  gott hamborgarahakk
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 sneiðar þykkt beikon,
  • skorið í þrjá hluta
  • 2 tómatar, sneiðar
  • Gott salat 
  • 1/2 bolli majónes
  • 1 msk reykt chili-sósa 
  • Lítil hamborgarabrauð

Aðferð

Hitið pönnu yfir miðlungs háan hita og setjið beikon á pönnuna. Eldið þar til það er stökkt og fitan hefur bráðnað. Þá er beikonið sett á eldhúsbréf. Borgarnir eru hnoðaðir og steiktir í beikonfitunni, kryddaðir báðum megin með salti og pipar.

Hitið brauðin í ofninum og setjið á undir grillið  í 1–2 mínútur. 

Blandið majónesi saman við chili-mauk í skál þangað til það er orðið slétt og fínt. Setjið smá slettu á hverja brauðbollu, sneið af beikoni, tómat og salat. Þá er bara eftir að borða.

Sveppaborgari

Það er þekkt að nota stóra sveppi í staðinn fyrir kjöt handa grænmetisætum, en líka er hægt að gera dvergborgara og nota sveppi í stað brauðs.

  • 1/4 bolli extra virgin ólífuolía
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1/2 tsk reykt paprika
  • Sem álegg: ostur, sinnep, saxað dill, tómatar, laukur (þitt er valið!)

Þeytið saman ólífuolíu, salti, pipar og reyktu paprikudufti í skál, þar til þessu hefur verið vel blandað saman.

Setjið sveppahattana á smjörpappír.

Notið bursta og penslið  örlítið með kryddinu  á topp sveppanna, snúðu þeim við og burstaðu hinum megin. Látið standa við stofuhita í um 10-15 mínútur.

Á meðan skal hita grillið eða grillpönnu.

Setjið sveppina á og steikið í, um 3-4 mínútur.

Snúið sveppunum við, hallið hliðinni niður og steikið líka þannig í 1-2 mínútur.

Ef þú vilt ost skaltu bæta honum við á sveppina á þessum tímapunkti og halda áfram að elda í aðra 1-2 mínútur þar til sveppirnar eru eldaðir í gegn og osturinn bráðnaður.

Setjið borgarann saman eftir smekk; til dæmis með litríku grænmeti.

Kryddjurta-sýrður rjómi 

  • 400 g sýrður rjómi
  • 50 ml rjómi eða majónes
  • 1 stór knippi af kryddjurtum (kerfill, steinselja, dill, estragon)
  • 1/2 pakki af vatnakarsa eða spínati
  • 1 rif hvítlaukur
  •  salt
  • ferskur malaður pipar
  • 1 klípa af cayenne pipar
  • Ögn af sykri eða hunangi
  • Nokkrar dropar af Worcestershire-sósu

Setjið sýrða rjómann ásamt rjómanum  í skál og hrærið hratt þar til fæst slétt áferð. Þvoið jurtirnar með köldu kranavatni, þurrkið jurtirnar, og saxið fínt. Bætið sýrða rjómanum með jurtunum við. Skrælið hvítlaukinn, saxið eða merjið fínt og bætið við. Kryddið með salti, pipar, cayenne pipar, sykri og Worcestershire-sósu.

Heit súkkulaðikaka án mjólkur og hveitis

  • 200 g 70 prósent dökkt súkkulaði
  • 1 matskeið appelsínubörkur 
  • 1 tsk vanilluþykkni
  • 2 stk þroskaðir  bananar
  • 1/4 bolli bakaðar  sætar  kartöflur
  • 1/4 bolli hunang
  • 1stk egg
  • 3 stk  egg hvítur

Hitið ofninn í 180 ºC.

Setjið átta ofnfastar skálar á bökunarplötu. Spreyið matreiðslufeiti á hverja skál og setjið til hliðar.

Blandið saman súkkulaði, rifnum appelsínuberki  og vanilluþykkni í miðlungs stórri skál yfir heitu sjóðandi vatni. Haldið þessu heitu þar til súkkulaðið er alveg bráðið.

Maukið banana, sætar kartöflur og hunang þar til það er orðið að sléttu og fínu mauki.

Taktu brædda súkkulaðið af hitanum og blandið saman við bananamaukið og eggið. Blandið vel saman.

Í annarri skál, þeytið eggjahvítur þangað til þær verða að mjúkri froðu.

Blandið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna.

Fyllið skálarnar upp að um 2/3 hluta.

Bakið í um 6-7 mínútur og borðið heitt með rjóma eða góðum ís og jarðarberjum. Miðjan á kökunni á að vera óbökuð, mjúk og volg. Skreytið með auka appelsínuberki.

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...