Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 19. nóvember 2021

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi, með grænkáli, brokkolí og ratatouille.

Kryddjurtahjúpaður lambahryggvöðvi  
  • 1-2 stk. lambafille
  • Marinering:
  • 1 stk. sítrónubörkur af einni sítrónu
  • 2 stk. grein rósmarín
  • nokkrar greinar timian
  • 3 g geirar hvítlaukur
  • 50 ml olía
  • smá pipar
  • hunang og sinnep eftir smekk

Aðferð

Vinnið saman kryddið í matvinnsluvél eða mortéli og kryddleggið kjötið í allt að 24 klst.

Brúnað 70 prósent á fituhliðinni á pönnu, kryddað með salti og pipar.

Penslið með hunangi og sinnepi. Bakið í ofni í 90 gráður eða þar til kjötið nær 55 í kjarna, svo skotið á kjötið í þrjár mínútur á hærri hita (130 gráður) – eða þar til kjötið nær 60 gráðum í kjarna.

Setjið svo fullt af íslensku grænmeti og notið tækifærið á meðan það er enn til í verslunum. Grænkál og brokkolí gefa fallegan lit, eða notið grænmeti úr gróðurhúsum sem hægt er að fá íslenskt allt árið. Til dæmis er ratatouille mjög gott sem meðlæti.

Ratatouille:
  • ½ stk.   grænn kúrbítur
  • ½ stk.   gulur kúrbítur
  • ½ stk.   eggaldin
  • 3 stk. paprika blandaðir litir
  • Tómatmauk eða niðursoðnir tómatar
  • salt og pipar
  • 1 búnt   basil

Aðferð

Paprikan smurð með olíu og ristuð í ofni á 230 gráðum í um 10 mínútur eða þangað til hún verður vel gullbrúnuð að utan. Þá er hún sett í dall og lokað með plastfilmu, skræld og skorin í teninga – um tvo sentímetra á kant.

Allt grænmetið er skorið í eins teninga og paprikan, svo er það léttsteikt, hver tegund sér til að halda litnum, á pönnu í olíu þar til það verður al dente, því haldið aðskildu og snöggkælt á bakka og látið leka allan umfram safa úr.

Rétt áður en leggja á upp þá er grænmetinu blandað og kryddað til með tómat purra, basil, salti og pipar. Og setjið fallega á diska.

 

Superfood blá spirulina smoothie-skál

Hlaðin ofurfæði og ávöxtum, skál sem er ljúffeng og orkuhlaðin, hollur morgunverður sem er mjög auðvelt að búa til sjálfur. Hollir bláþörungar gefa fallegan lit og fullt af næringarefnum, fæst í heilsubúðum og á netinu.

1 bolli bananar, frosnir, skornir í bita

2 bollar mangó, frosið, skorið í bita

1/2 tsk. blátt spirulina duft

3/4 bolli möndlumjólk, ósykruð, óbragðbætt (meira ef þörf krefur til að fá þá þykkt sem þú vilt.)

Möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi til að nota sem álegg ef vill.

Bætið öllu hráefninu í matvinnsluvél  eða öflugan blandara. Púlsið þar til það er blandað og slétt.

Hellið í skál og toppið ef vill með áleggi að eigin vali. Til dæmis  eru möndlur, granóla, jarðarber, bláber, hindber, kókos, hampfræ og ögn af hunangi.

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.