Naan-brauð og gómsætar samlokur
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Naan-brauð
Þetta naan-brauð er mjög auðvelt að gera og með því betra sem ég hef smakkað. Það er allt annað og betra en tilbúið naan-brauð sem hægt er að kaupa úti í búð.
Hráefni:
- 150 ml af stofuheitri mjólk
- 2 tsk. sykur
- 2 tsk. þurrger
- 450 g hveiti
- 1/2 tsk. salt
- 1 tsk. lyftiduft
- 2 matskeiðar olía
- 150 ml jógúrt
- 1 egg, létt þeytt
Aðferð:
Setjið mjólk í skál. Bætið við einni teskeið af sykri og gerinu. Hrærið í blöndunni. Þetta er sett til hliðar í 15–20 mínútur – eða þar til gerið er leyst upp og smá froða hefur myndast.
Sigtið hveitið, saltið og lyftiduftið í skál. Bætið einni teskeið af sykri saman við og blandið saman við gerblönduna, ásamt matarolíu, jógúrt og eggi. Blandið saman og mótið kúlur úr deiginu.
Hnoðið í 10 mínútur þar til deigið er slétt og fínt (má hræra í hrærivélinni með krók). Hnoðið í kúlu.
Penslið með olíu, setjið það í stóra skál og plastfilmu yfir. Geymið þannig í klukkustund eða þar til kúlan hefur tvöfaldast að stærð.
Stillið ofninn á mesta hita. Setjið bökunarplötuna inn í ofninn.
Kýlið niður deigið og hnoðið aftur. Skiptið í sex jafnar kúlur. Rúllið niður með kökukefli í þær stærðir sem þið óskið, litlar eða stórar.
Takið plötuna úr ofninum og setjið deigið á heita plötuna í þrjár mínútur, brauðið mun blása upp. Brúnið undir grilli, eða setjið á útigrill, í um 30 sekúndur.
Það má hita naan-brauðin upp í örbylgjuofni í 40 sekúndur eða svo og því er hægt að gera þau töluvert áður en á að borða þau.
Kjúklingur „Caesar“ naan eða tacos
Hráefni:
- 6 lítil naan-brauð
- Tvær eldaðar kjúklingabringur
- 8 salatblöð, helst stökkt Romaine- salat
- 1/3 dl parmesan-ostur, ferskur og rifinn
- ¼ dl Caesar-dressing (hægt að kaupa eða hræra saman majónes, sýrðan rjóma, limesafa og ferskan parmesan-ost)
- Ferskur malaður svartur pipar
Aðferð:
- Hitið grill á háum hita.
- Kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
- Grillið kjúklinginn.
- Setjið kjúklinginn til hliðar til að hvíla.
- Grillið naan-brauðið á báðum hliðum.
- Skerið brauðið þannig að það opnist og setjið salat og kjúkling inn í það.
- Toppað með Caesar-dressingu og rifnum parmesan-osti.
- Smá svartan pipar í lokin.
Lambalundir tostada með pico de gallo
Hráefni:
- Lambakjöt (til dæmis lambalundir)
- Pico de gallo: (ferskt salsa)
- ½ laukur, fínt hakkaður
- 1 stór tómatur, fínt hakkaður
- ¼ búnt saxað kóríander
- ½ jalapeño chili ( eða venjulegt), fínt hakkað
- 1 lime, safinn
- Salt, eftir smekk
- Ostur, rifinn
- 1 bolli rifið Romaine-salat eða annað gott salat
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður.
Fyrir pico de gallo: Blandið saman í skál lauk, tómat, kóríander og jalapeño chili pipar. Bætið við limesafa og kryddið til með salti. Setjið til hliðar.
Eldið lambasteik þar til hún er fallega brún og elduð í gegn eftir smekk (til dæmis lambalundir sem er mjög fljótlegt). Kryddið með salti og pipar.
Hitið naan-brauð í örbylgjuofni eða á eldavélinni.
Til að setja saman:
Brauðið er opnað og inn í það settur rifinn ostur, lambasteik, pico de gallo-salsa og rifið salat.
Njótið strax.
Kalkúnasamlokur „caprese“ á focaccia-brauði
Það er auðvelt að kaupa pestó en ef þú vilt gera þitt eigið – sem er alltaf best – blandar þú saman ferskri basiliku, ólífuolíu, furuhnetum, parmesan, hvítlauk og salti. Það er gert annaðhvort í mortéli eða matvinnsluvél þar til blandan er slétt og fín. Það er gott að frysta afganga af pestói í ísmolabökkum. Þá þarf bara að skjóta út teningi af og til þegar gera þarf fljótlega rétti með pestói í – til dæmis pastarétt.
Hráefni:
- 2 stór stykki focaccia-brauð (hægt að gera stórt naan-brauð samkvæmt uppskrift hér til hliðar og pensla með hvítlauksolíu)
- 1 kjúklingabringa (elduð)
- 4 sneiðar ferskur mozzarella-ostur, eða litlar kúlur sem fást í flestum búðum
- 1-2 stórir tómatar, skornir í sneiðar
- 6 basil lauf
- 2 msk. pestó (ferskt eða úr dós)
- salt og pipar, eftir smekk
Aðferð:
Skerið hvort stykki af focacciabrauðinu í tvennt og setjið til hliðar.
Forhitið grill á miðlungshita (eða í ofni). Sneiðið kjúklingabringur í tvennt. Grillið kjúklinginn á hvorri hlið í um 4–5 mínútur, þar til eldað í gegn og safinn er glær. Fjarlægið af hita og setjið til hliðar.
Penslið focaccia-brauðið og grillaðan kjúklinginn með ½ matskeið af pestói. Raðið svo lagskipt ásamt mozzarella-osti í sneiðum, tómatsneiðum, þremur basilikulaufum, ½ matskeið pestó og loks hinni focaccia-sneiðinni. Endurtakið með restina af hráefninu.
Gott að hita stutt á grilli eða smá inni í ofngrill á miðlungs hita. Eldið þar til brauðið er gullið og osturinn hefur bráðnað. Berið fram strax.