Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nautasteik og bernaise-smjör
Matarkrókurinn 6. apríl 2022

Nautasteik og bernaise-smjör

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nautasteik og bernais er sígildur réttur. Hér eru kókóskúlur líka fyrir eftirréttinn.

Nautasteik með bernaise-smjöri
  • 4 stk. hvítlauksgeirar
  • 3 stilkar rósmarín
  • 4 msk. smjör
  • 3 msk. olífuolía
  • 3 msk. Maldon salt
  • 2 msk. svartur pipar
  • 400 g möndlukartöflur (ratte)
  • 100 g smjör
  • 100 g rjómi
  • 200 g mjólk
  • 1dl ólífuolía

Hitið pönnu þannig að hún verði rjúkandi heit. Bætið olíunni út á og steikið kjötið. Bætið timjan, rósmarín og hvítlauknum út á pönnuna.

Snúið steikinni við og bætið smjörinu á pönnuna. Setjið smjörið yfir steikina með skeið og látið freyða yfir kjötið.

Setjið inn í ofn og bakið við 100 gráður þar til kjarnhiti nær 50 gráður.

Skerið kartöflur í litla strimla og djúpsteikið (eða kaupið tilbúnar franskar).

Líka er hægt að gera kartöflumauk:

Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í mjólkinni og smá vatni. Sigtið þegar þær eru klárar og pressið í gegnum kartöflupressu eða með gaffli. Setjið í pott aftur og blandið sjóðandi rjóma við og smjörinu. Kryddið til með salti.

Berið steikina fram með smjörinu, frönskum kartöflum eða kartöflu­músinni.

Bernaise-kryddað brúnt smjör
  • 1 stk. smjör (500 g)
  • 4 msk. ólífuolía
  • 2 stk. hvítlauksrif
  • ½ búnt steinselja
  • 8 msk. hvítvínsedik
  • safi úr ½ sítrónu
  • 3 stk. litlir skalottlaukar
  • ½ búnt estragon
  • svartur pipar
  • Maldon sjávarsalt

Setjið helminginn af smjörinu í pott og látið á helluna við miðlungsháan hita. Þegar smjörið fer að freyða, hrærið þá með písk og takið af hellunni. Smjörið ætti þá að gefa frá sér hnetukeim og vera ljósbrúnt að lit.

Látið kólna aðeins og blandið svo öllu kryddinu saman við.

Bætið svo olíunni við og restinni af smjörinu, hrærið vel saman við (má setja í matvinnsluvél) og framreiðið kalt með kjötinu eða við stofuhita.

Kökukúlur eða kökupinnar

Kökur og sætindi á pinna er í tísku og slíkt er auðvelt að gera.

  • Pinnar
  • Hvítt súkkulaði
  • 113 g smjör við herbergishita
  • 1/2 bolli vatn
  • 5 tsk. þurrger
  • 1/4 bolli sykur
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 bolli hveiti
  • 3 egg og ein eggjarauða
  • börkur af einni sítrónu (líka er hægt að nota lime, ef ekki er til sítróna)
  • 4 bollar af jurtaolíu

Hitið vatnið og blandið því saman við gerið, bætið smá sykri út í (fyrir gerið) og látið bíða í um 5 mínútur.

Á meðan beðið er, blandið saman þurrefnum og sítrónu eða lime-berki saman í skál.

Bætið þurrefnunum út í og svo eggjunum. Passið að hræra ekki of lengi, annars getur deigið orðið seigt. Hrærið ekki lengur en tvær til þrjár mínútur. Leyfið deiginu að hefast.

Rúllið út á hreint borð með smávegis hveiti. Skerið út litla sæta hringi með kökumóti, til að allir hausarnir verði jafnstórir. Bakið í ofni við 180 gráður þar til prjónn, sem stungið er í kökurnar, kemur hreinn út (um 10-20 mínútur).

Kælið kökuna.

Líka er hægt að gera kúlur með því að blanda kökumulningi við hvítt súkkulaði og velta upp úr þurrkuðum hindberjum eða öðru kökuskrauti. Þær er auðvelt að setja á pinna og framreiða fallega á fati.

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.