Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Snúningur á rækjukokteilinn og jólaleg önd
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 17. desember 2019

Snúningur á rækjukokteilinn og jólaleg önd

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Margir kjósa auðveld jól með góðum matarundirbúningi. Það er hægt að gera bragðgóða og ferska rétti sem kalla ekki á mikið stress, heldur bara smá skipulagningu. 
 
Það er hægt að kryddleggja, gera sósur og eftirrétti með góðum fyrir­vara og geyma í kæli eða jafnvel frysti. 
 
 
Ceviche
Það getur verið sniðug leið í matreiðslunni að taka hefðir frá heitari löndum og blanda við úrvals íslenskt sjávarfang. Ein góð hugmynd er rétturinn ceviche með ristuðu brauði og þá erum við eiginlega komin með snúning á gamla rækjukokteilinn.
 
Chili Tiger's safi
  • Lítið stykki (5 cm) ferskur engifer, skorinn í tvennt
  • 1 lítið hvítlauksrif, skorið í tvennt
  • Blöð af 4 kóríander stilkum, söxuð
  • 8 lime-aldin, safinn kreistur úr og börkur tekinn af helmingnum
  • 1/2 tsk. salt
  • 2 tsk. Amarillo Chile Paste (eða hvaða chili sem er)
Aðferð
Setjið engiferið, hvítlaukinn, kóríander og lime-safann í skál. Hrærið og leyfið því að standa í 5 mínútur. Sigtið blönduna í gegnum sigti í aðra skál. Bætið við salti og chili-maukinu og blandið vel saman. Þetta er gott að  geyma í fjórar klukkustundir í ísskápnum.
 
Ceviche
  • 1 stór rauðlaukur, mjög þunnt skorinn
  • 600 g af hvítum fiski eða 
  • skelfiski, bein- og roðlaus 
  • Chili Tiger‘s safi (hér að ofan)
  • Nokkur kóríanderlauf, fínt söxuð
  • 1 chili, fræhreinsaður og saxaður fínt
  • 1 sæt kartafla, soðin og skorin í litla teninga
  • Fínt sjávarsalt
Aðferð
Skolið laukinn og látið hann liggja í bleyti í klakavatni í 10 mínútur. Hellið vatninu af og þerrið vandlega, dreifið á pappír eða hreint eldhússtykki til að fjarlægja umfram vatn og setjið síðan í ísskáp þar til þess er þörf. Þetta mun gera laukinn mildari og hjálpa til við að halda sneiðunum stökkum.
 
Skerið fiskinn í jafnar ræmur (3 x 2 cm). Setjið í stóra skál, bætið við góðri klípu af salti og blandið varlega saman við með skeið. Saltið mun hjálpa til við að marinera fiskinn. Látið þetta standa í tvær mínútur, hellið síðan kryddvökvanum yfir og blandið varlega saman með skeiðinni. Látið fiskinn „eldast“ í þessari marineríngu í 2 mínútur.
 
Bætið lauknum, kóríander, chili og sætum kartöflum við fiskinn. Blandið varlega saman við með skeiðinni og smakkið, til að ganga úr skugga um að jafnvægi salts, súrs og chili sé í lagi. Skiptið þessu á milli diska og berið fram strax með salati.
 
Jólaleg önd með stökkum kartöflum og púrtvínssósu
 
Hunangs- og sinnepsgljáð önd er falleg viðbót við jólaborðið. Það er góð hugmynd að láta hana liggja í kryddlegi yfir nótt.
 
  • 3 kvistir af fersku rósmarín
  • 1 stk. múskat
  • nýmalaður svartur pipar
  • 2 appelsínur 
  • 1 x 2 kg heil önd eða bringur (þá er pönnusteiking og svo settar í ofn þegar gesti ber að garði, gott að nota hitamæli upp að 60 gráðu kjarnhita) 
  • 8 hvítlauksrif
  • 3 rauðlaukar
  • nokkrir stilkar sellerí
  • 3 stk. gulrætur
  • 5 sentimetrar ferskt engifer
  • ½ stafur kanil
  • 3 lárviðarlauf
  • 2 kg kartöflur
  • 1 lítri eplasafi eða kjúklingasoð
  • 2 msk.  hveiti
  • 200 ml púrtvín
Taktu laufin af einum rósmarínstilk. Rífið hálft múskatið og takið börk af báðum appelsínunum. 
Skerið appelsínurnar í tvennt og leggið til hliðar til að fylla öndina með.
 
Setjið allt hráefni á bretti með einni matskeið af sjávarsalti og saxið það allt saman. Nuddið blöndunni um alla öndina, að innan sem utan. Lokið  með plastfilmu og látið standa í ísskápnum í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt til að láta jólabragðið komast inn í kjötið.
 
Hitið ofninn í 180 gráður og setjið ofnskúffu í miðjan ofninn. 
 
Fyllið öndina með rósmarínkvistum, hvítlauksrifunum og skornum appelsínuhelmingnum.
Afhýðið og skerið laukinn í fjóra hluta. Snyrtið síðan og saxið selleríið og gulræturnar gróflega. Afhýðið og saxið engiferinn. Dreifið grænmetinu og engiferinu í botninn á ofnfatinu ásamt kanil og lárviðarlaufum. 
 
Setjið öndina ofan á kryddið og grænmetið, með brjósthliðina upp, og skiljið eftir pláss fyrir kartöflurnar í kring til að þær eldist í fitunni og safanum.
 
Á meðan eru kartöflurnar afhýddar og skornar í bita. 
 
Setjið í pott og hyljið með köldu, söltu vatni. Látið sjóða í 5 til 10 mínútur, en hellið síðan vatninu af og þerrið í sigti.
 
Penslið fituna með sinnepi og hunangi.
 
Öndin er loks pipruð, kartöflur settar í kringum hana, eplasafa hellt í botninn og hún elduð í klukkustund, þar til hún er orðin gullin. Hellið safa yfir á 15 mínútna fresti til að tryggja jafnan gljáa.
 
Takið úr ofninum og látið hvíla í 15 mínútur. Hægt er að nota yndislegan safann sem eftir er á pönnunni til að búa til kjötsósu, með smá hveiti og púrtvíni.
 
Berið fram með kartöflunum og kjötsósunni.
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.