Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 20. maí 2019

Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Sumir eru óöruggir í að rúlla sushi-rúllur eða maki. Þess vegna er góð tilbreyting að gera sushi-pitsu og það er líka auðvelt. 
 
Sushi hrísgrjón eru styttri hrísgrjón en þessi venjulegu og verða klístruð sem gerir það auðveldara að halda sushi-inu saman. Þau eru tilvalin fyrir pitsubotn með ýmsu áleggi að austurlenskum sið. 
 
Hrísgrjóna sushi-botn
  • 2 bollar sushi hrísgrjón
  • 2 bollar kalt vatn
  • ½ bolli hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. salt
  • 4 tsk. matarolía
  • ½ avókadó, sneiðar
  • ½ flak lax, þunnt skorið
  • ¼ agúrka
  • 2 msk. sneiddur graslaukur
  • ½ msk. kavíar eða annað til skrauts
  • ½ tsk. svört sesamfræ
Aðferð
Setjið hrísgrjón í fínt sigti og skál með köldu vatni í þrjú skipti, hrærið kröftuglega og lyftið sigtinu upp þar til allt vatn hefur runnið af. Skolið vel á milli. Þetta er gert til að skola burt óþarfa sterkju.
 
Leggið hrísgrjónin í mælda vatnið í uppskriftinni, látið suðuna koma upp frekar hratt.  Dragið hita niður í lágmark með loki og látið malla í 15 mínútur. Takið af hitanum og látið standa í tíu mínútur.
 
Blandið hrísgrjónaediki, salti og sykri saman í skál. Hrærið þar til sykur og salt eru leyst upp.  Setjið út á heit hrísgrjónin og blandið varlega saman við sleikju. Látið standa í tíu mínútur.
 
Skiptið hrísgrjónablöndunni í fjórar kúlur, á stykki af nori-þara eða á smjörpappír, fletjið hvern bolta í sentimetra þykkt.
 
Hellið fjórum teskeiðum af olíu á pönnu sem er miðlungsheit.  Steikið á  einni hliðinni, þar til grjónin eru stökk og léttgullin, í um 2 mínútur.  Gerið það svo sama á hina hliðina.
 
Færið grjónin yfir á skurðbretti og skerið hverja sushi-pitsu  í fjórðung. Skreytið  með avókadó, gúrku, laxi og graslauk. Toppið með  kavíar eða því meðlæti sem á að nota og stráið sesamfræjum yfir og framreiðið með wasabi-aioli.
 
Wasabi-aioli
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk. Dijon-sinnep
  • 1 bolli góð bragðlítil olía
  • 2 tsk. wasabi duft
  • 2 msk. hrísgrjónaedik
Í meðalstórri skál er eggjarauðan þeytt (eða notið tilbúið majónes) kryddið með sinnepi. Hrærið  stöðugt á meðan hellt er hægt, þar til blandan er orðin þykk. Hrærið í wasabi-dufti og hrísgrjónaediki saman við til bragðbætingar.

 
Vegan kasjúhnetuís eða -jógúrt
Allir ísgrunnar þurfa rétt hlutfall af fitu til að ná góðri áferð á frystan ísgrunninn. Frystan vökvann þarf að vinna saman í blandara eða matvinnsluvél til að fá sem minnst af ískristöllum, sem eru mjúkir, sveigjanlegir og  gljáandi.  Margir vegan ísgrunnar innihalda kókosmjólk til að bæta við fitu og bragði í stað mjólkur, en fá rjómakennda áferð frá fitunni. Þessi uppskrift er með kasjúhnetu- og  hlynsírópi til að ísinn sé örugglega vegan, en má breyta að vild og nota mjólk, sykur eða hunang fyrir sætu.
  • 400 g ósykrað kasjúhnetusmjör (eða kasjúhnetur sem lagðar eru í bleyti yfir nótt)
  • 400 ml eða tveir bollar af ósykraðri, möndlu- eða sojamjólk
  • 3/4 bolli hlynsíróp
  • Klípa af salti
  • (frosin ber)
Aðferð
Frystið skál og hluta af hnetumum (ef ekki eru notuð frosin ber).
 
Setjið allt hráefni í blöndunartæki og blandið þar til áferðin er orðin slétt, eða í um 3 mínútur.
 
Frystið þar til það er aðeins farið að þykkna, í um fjórar klukkustundir.  Líka er gott að vinna saman frosin ber og blanda við hnetur og hnetusmjör.
 
Framreiðið með berjum. Kælt er þetta eins og veganjógúrt.
 

4 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...