Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á grillinu um helgina, steikti hvern hamborgarann á fætur öðrum sem all
Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á grillinu um helgina, steikti hvern hamborgarann á fætur öðrum sem all
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 11. október 2016

Metfjöldi gesta sótti hátíðina heim

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikið fjölmenni sótti Local Food Festival-matarmenningarhátíðina sem fram fór á Akureyri dagana 1. og 2. oktober. Gestafjöldinn er áætlaður á milli 15 til 16 þúsund manns sem gerir sýninguna að þeirri fjölsóttustu fram til þessa.  Sýningin var hin glæsilegasta og lögðu sýnendur mikinn metnað í að gera hana sem best úr garði. Ýmsar keppnir voru einnig í gangi og vöktu þær athygli gesta.
 
Tilgangur Local Food-hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum.
 
Norðurland er stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins og er sýningin því kjörinn vettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, matartengdri ferðaþjónustu og verslun.
 
Aron Bjarni Davíðsson á Múla­bergi fór með sigur af hólmi í keppni meðal kokkanema. Þá öttu þeir Einar Geirsson og Jónas Jóhannsson kokkaeinvígi á hátíðinni sem margir fylgdust grannt með. Áttu þeir félagar að elda tveggja rétta máltíð á sextíu mínútum. Ámundi Rögnvaldsson á R5 bar var sigurvegari í kokteilakeppninni sem einnig var efnt til.
 
Þórhildur Lilja Einarsdóttir átti köku ársins.  Bás Kjarnafæðis var valinn fallegasti básinn, Segull 67 átti frumlegasta básinn á sýningunni og Langabúr fékk frumkvöðlaverðlaun ársins. 

10 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....