Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ásta Dóra í daglegum göngutúr í Mosfellsdal með kindurnar sínar og hunda. Sjónvarpsstjarnan Skvetta gengur fremst.
Ásta Dóra í daglegum göngutúr í Mosfellsdal með kindurnar sínar og hunda. Sjónvarpsstjarnan Skvetta gengur fremst.
Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir og í einkaeign
Líf&Starf 22. febrúar 2017

Sauðfé er fljótt að læra og skynsamt

Höfundur: AG
„Svo einkennilega sem það hljómar þá sagði mamma mér að ég hefði nokkurra mánaða gömul séð einhvern bleikan tuskuhund. Hún fullyrti að við það hefði eitthvað gerst í höfðinu á mér.“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, aðspurð um það hvernig þessi ótæmandi áhugi á dýrum hafi byrjað.  
 
Ásta Dóra stofnaði hundaskólann Gallerí Voff árið 1991 eftir að hafa útskrifast úr hinum virta hundaskóla, The Northern Centre for Animal Behaviour  á Englandi. Hún hefur einna mestu reynslu af dýratamningum hér á landi og hefur tamið fjölda dýra fyrir leikhús, auglýsingar og bíómyndir.
 
„Þegar ég var lítil átti ég fyrst heima í Garðsenda í Reykjavík en þrátt fyrir hundabann gengu nokkrir hundar oft lausir í hverfinu. Ég var mjög ung, kannski fimm ára, þegar ég tók hunda sem voru á ferli  traustataki, setti þá í band, og fór með þá heim og gaf þeim mjólk. Síðan sleppti ég þeim bara út aftur. Ég flutti síðan í Árbæjarhverfið. Þar sem ég bjó í blokk var ekki möguleiki að vera með dýr, svo ég fór að fara upp í Víðidal og Fák og niður í Smálönd til að fá að fara á hestbak og vera innan um hestana.“
 
Dýraáhugi Ástu Dóru nær til allra dýra. Á yngri árum safnaði hún grasmöðkum í krukku og tók mýs með sér heim úr hesthúsunum við litla gleði annarra á heimilinu. „Mamma varð ekkert sérstaklega hrifin þegar mýsnar voru farnar að hlaupa upp gólfsíðar gardínurnar í stofunni og taka sér bólfestu uppi á gardínuköppunum.“
 
Kindin Skvetta lék í síðasta áramótaskaupi
 
Eins og fyrr segir hefur Ásta Dóra rekið hundaskóla frá árinu 1991 og heldur hundanámskeið á öllum árstímum. Hún býr einnig með nokkrar kindur og hesta á búgarði sínum, Reykjahlíð í Mosfellsdal. Ásta Dóra  var ung þegar hún fór að vinna í Tjaldanesi þar í nágrenninu og bjó þá í Reykjahlíð, sem hún síðar keypti.
 
Dýrin hennar Ástu Dóru hafa leikið í sjónvarpi og kvikmyndum og í síðasta áramótaskaupi lék kindin Skvetta í fyrsta atriði þess. Þá  þjálfaði hún líka labrador-hundinn sem leikur í nýlegri og skemmtilegri auglýsingu frá Skeljungi. Þá hljóp kötturinn hennar, Jói, á eftir rauðum hnykli um allt hús í sjónvarpsauglýsingu.
 
„Fyrstu þrjár kindurnar mínar  fékk ég, móðurlaus lömb, frá Heiðar­bæ í Þingvallasveit, Síðan hefur þeim aðeins fjölgað. Ég fer með kindur og hunda daglega í göngutúra og rölti hér í nágrenninu ýmist upp í fjall eða í göturnar hér í kring. Ég skipti mér ekki mikið af þeim nema ef ég þarf að fara yfir þjóðveginn eða víkja fyrir umferð á götunum hér í kring. Þá gegna þær innkalli og koma á sprettinum og fá grasköggla í verðlaun. Kindurnar njóta göngutúranna og þær narta, skoða og stangast á en ég þarf aldrei að þvinga þær til að koma með. Viðra líka sjálfa mig og alla hundana samtímis. Yfir fengi­tímann fæ ég lánaða hrúta og þeir falla strax inn í hópinn og fara bara með í göngutúrana,“ segir hinn snjalli dýratemjari, Ásta Dóra Ingadóttir.

3 myndir:

Skylt efni: dýratamningar

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....