Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Klúka í Miðdal.
Klúka í Miðdal.
Mynd / Íris Björg Guðbjartsdóttir
Fréttir 18. febrúar 2015

Á Klúku er aðeins boðið upp á rauða rönd á skjánum fyrir 68.800 kr. á ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útsendingar sjónvarps hafa ekki náðst á fjórum bæjum í Miðdal frá því breyting var gerð á sjónvarpsdreifikerfinu í byrjun mánaðar, þegar farið var úr hliðrænu dreifikerfi yfir í stafrænt.  
 
Miðdalur liggur á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar og tilheyrði Kirkjubólshreppi á Ströndum í eina tíð.
 
Íris Björg Guðbjartsdóttir býr á Klúku ásamt eiginmanni sínum, Unnsteini Árnasyni, og börnum, en þar reka þau sauðfjárbú. Þau eiga gamalt sjónvarpstæki og notuðust áður við loftnet sem staðsett var uppi á þaki íbúðarhússins.
 
Kaupa græjur en ekkert dugar
 
Íris segir að ýmislegt hafi verið reynt til að ná útsendingum en allt komi fyrir ekki. Starfsmenn Vodafone hafa komið við á Klúku og segir Íris að þeir hafi náð útsendingu úti á hlaði.
 
„Þannig að við höldum alltaf að við séum að gera eitthvað vitlaust en við reynum áfram,“ segir hún.  Ábúendur hafa keypt þar til gerðar græjur til að freista þess að ná útsendingum, m.a. stafrænan móttakara, sérstakan magnara og fleira. Áður en magnarinn var settur upp gaf sjónvarpið til kynna að það næði 18% merki, en 34% á eftir.  „Það er allt of sumt, örlítil framför en alls ekki nóg,“ segir Íris.
 
„Við höfum síðustu daga gert margvíslegar tilraunir með staðsetningu á loftneti, en ekkert gengur.  
Úr því Vodafone-menn náðu sendingu úti á hlaði höldum við alltaf að við séum að gera eitthvað rangt.  Næst á dagskrá er að kaupa nýjar loftnetssnúrur og sjá hvort það skili tilætluðum árangri,“ segir Íris.  
Fjórir íbúar á Klúku greiða útvarpsgjald, samtals 68.800 krónur á ári, og segir hún að þau eins og aðrir landsmenn sem greiða skattinn vilji sjá eitthvað annað í sjónvarpinu en rauða rönd. En það er það eina sem í boði hefur verið á Klúku síðustu tíu daga. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...