Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Klúka í Miðdal.
Klúka í Miðdal.
Mynd / Íris Björg Guðbjartsdóttir
Fréttir 18. febrúar 2015

Á Klúku er aðeins boðið upp á rauða rönd á skjánum fyrir 68.800 kr. á ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útsendingar sjónvarps hafa ekki náðst á fjórum bæjum í Miðdal frá því breyting var gerð á sjónvarpsdreifikerfinu í byrjun mánaðar, þegar farið var úr hliðrænu dreifikerfi yfir í stafrænt.  
 
Miðdalur liggur á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar og tilheyrði Kirkjubólshreppi á Ströndum í eina tíð.
 
Íris Björg Guðbjartsdóttir býr á Klúku ásamt eiginmanni sínum, Unnsteini Árnasyni, og börnum, en þar reka þau sauðfjárbú. Þau eiga gamalt sjónvarpstæki og notuðust áður við loftnet sem staðsett var uppi á þaki íbúðarhússins.
 
Kaupa græjur en ekkert dugar
 
Íris segir að ýmislegt hafi verið reynt til að ná útsendingum en allt komi fyrir ekki. Starfsmenn Vodafone hafa komið við á Klúku og segir Íris að þeir hafi náð útsendingu úti á hlaði.
 
„Þannig að við höldum alltaf að við séum að gera eitthvað vitlaust en við reynum áfram,“ segir hún.  Ábúendur hafa keypt þar til gerðar græjur til að freista þess að ná útsendingum, m.a. stafrænan móttakara, sérstakan magnara og fleira. Áður en magnarinn var settur upp gaf sjónvarpið til kynna að það næði 18% merki, en 34% á eftir.  „Það er allt of sumt, örlítil framför en alls ekki nóg,“ segir Íris.
 
„Við höfum síðustu daga gert margvíslegar tilraunir með staðsetningu á loftneti, en ekkert gengur.  
Úr því Vodafone-menn náðu sendingu úti á hlaði höldum við alltaf að við séum að gera eitthvað rangt.  Næst á dagskrá er að kaupa nýjar loftnetssnúrur og sjá hvort það skili tilætluðum árangri,“ segir Íris.  
Fjórir íbúar á Klúku greiða útvarpsgjald, samtals 68.800 krónur á ári, og segir hún að þau eins og aðrir landsmenn sem greiða skattinn vilji sjá eitthvað annað í sjónvarpinu en rauða rönd. En það er það eina sem í boði hefur verið á Klúku síðustu tíu daga. 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...