Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyrirtækið Space Solar um tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðinni.

Mun Space Solar hafa hannað sólarorkuver sem til stendur að fari á sporbaug um jörð. Eiga verin að virkja geislun sólar og senda með útvarpsbylgjum til jarðar. Markmiðið er að framleiða 100 MW af orku innan áratugar. Gefi verkefnið góða raun stendur til að senda fleiri sólarorkuver á sporbaug til orkuframleiðslu fyrir jörðina.

Jarðstöðvar ekki plássfrekar

Í tilkynningu fyrirtækjanna um samvinnu þeirra kemur fram að „jarðstöðvar taka við bylgjunum og umbreyta þeim í rafmagn og skila grænni endurnýjanlegri orku inn í orkukerfin. Geislar sólarinnar eru þrettán sinnum öflugri fyrir utan lofthjúpinn en á jörðu niðri, sem vegur upp á móti því orkutapi sem verður við flutning orkunnar til jarðar. Útvarpsbylgjurnar hafa ekki áhrif á lífríki jarðar og jarðstöðvarnar samanstanda af neti smárra loftneta sem hleypa
vatni og sólarljósi í gegn og taka margfalt minna landsvæði en þarf undir vindorkuver eða hefðbundin sólarorkuver sem skapa sama magn orku.“

Tiltekið er að sólarorkuver Space Solar verði staðsett þannig að á þau falli ekki skuggi af jörðu. Unnt sé að framleiða rafmagn viðstöðulaust og útvarpsbylgjur streymi til jarðar óháð veðurfari eða skýjahulu. Þannig sé þetta ný aðferð til að framleiða umhverfisvænt grunnafl.

Tæknihraðall

Að sögn forsvarsmanna verkefnisins hefur kostnaður við flutning tækjakosts út fyrir gufuhvolfið helst staðið í veginum. Sá kostnaður hafi þó dregist hratt saman og lækkað um 80% á síðustu árum, ekki síst vegna þróunar geimferða hjá SpaceX. Ætlað sé að á næstu árum verði kostnaður við geimferðir orðinn brotabrot af því em áður var.

Davíð Helgason fjárfestir, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, stofnaði Transition Labs árið 2022, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmið félagsins er að gera Ísland að vettvangi loftslagsverkefna á heimsvísu.

Forsvarsmenn Transition Labs telja að nú þegar séu til fjölmargar áhrifaríkar lausnir sem geti auðveldað baráttuna við loftslagsvandann en flöskuhálsinn hafi reynst sá langi tími sem taki fyrir nýja tækni að ryðja sér til rúms.

Þetta ætli fyrirtækið að reyna að leysa.

(Ábending barst frá lesanda um að styrkur sólarljóss fyrir utan heiðhvolfið sé 1360 W/m² - á meðan styrkur sólarljóss við yfirborð jarðar sé um 1000 W/m² sem útleggist sem 1,36 x styrkur sólarljóss við yfirborð jarðar en ekki 13 sinnum meiri eins og fram kemur hér að ofan).

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...