Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur á Landmannaafrétti í rúma fjóra áratugi.
Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur á Landmannaafrétti í rúma fjóra áratugi.
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfossi. Sýnir hún frá ferðalagi fjallkóngsins Kristins Guðnasonar og fjallmönnum í leitum í stórbrotnu landslagi á Landmannaafrétti.

Myndin gefur raunsanna mynd af leitum og er afrakstur nokkurra ára vinnu þar sem fjallmönnum var fylgt eftir um króka og kima afréttarins í þremur leitum. Myndin sýnir samspil manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins.

„Mér fannst myndin rosalega flott enda svæðið sem hún er tekin upp alltaf jafnfallegt. Þó mér finnist nú samt alltaf smá sérstakt að horfa á sjálfan mig. Myndin sýnir nákvæmlega hvernig smalamennskur fara fram enda hefur mér alltaf fundist best að koma fram bara eins og ég er,“ segir Kristinn og bætir við að ekkert sé leikið í þessari mynd.

Stoltir af afréttinum

Sauðfjárbændur eru sjálfstætt fólk en fyrir þessa vikuferð er valinn fjallkóngur til að stjórna leiðangrinum. Í stöðu fjallkóngs eru valdir menn með leiðtogahæfileika sem eru úrræðagóðir og svo stað kunnugir að þeir geta sagt ókunnugum til um leiðir hvar sem er á afréttinum. Kristinn hefur gegnt þessu hlutverki í rúma fjóra áratugi, eða frá árinu 1981.

„Ég er mjög fylgjandi afréttar­notkun eins og kemur fram í myndinni. Það eru skiptar skoðanir á þessu málefni en tel ég að neikvæðu röddunum fari fækkandi þó þær séu háværari. Það virðist vera að fólk sem byrjar þessa umræðu hætti aldrei þó það hafi ekkert til síns máls. Við erum búin að friða helming afréttarins og höfum staðið sjálfir í uppgræðslu í samstarfi við landbótasjóð.

Við erum sannfærðir um það að við getum sýnt fram á það með góðum rökum að afrétturinn okkar er í mjög mikilli framför hvað varðar gróður enda er hófleg beit ekkert nema góð fyrir gróðurinn. Við skömmumst okkar ekki fyrir neitt og erum stoltir af afréttinum okkar. Ég tel framtíð afréttanna vera bjarta. Ég er orðinn gamall og fer að verða enginn burðarás í þessu og hef kannski aldrei verið en ég vona að þeir sem taka við reyni hvað þeir geta að halda áfram afréttarnotkun,“ bætir hann við.

Mikilvæg heimild

Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku. Fram­leiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdi­marsdóttir en saman reka þær framleiðslufyrirtækið HeklaFilms. Áslaug var í sveit í Skarði þegar hún var yngri og hlakkaði alltaf til að komast á fjall en hugmyndin aðgerð myndarinnar var einmitt sú að fanga það ævintýri sem hún upplifði og gefa áhorfendum innsýn inn í þann ævintýraheim. Telja þau öll að Konungur fjallanna sé mikilvæg heimild um þessa ævafornu hefð enda sauðfjárhald samofið sögu okkar Íslendinga. Sýningar á myndinni hófust þriðjudaginn 12. september og er myndin sýnd í Bíóhúsinu Selfossi og Laugarásbíói.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...