Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Oddsson.
Sigurður Oddsson.
Fréttir 16. júní 2020

Aflátsbréf

Höfundur: Sigurður Oddsson
Tveir sjónvarpsþættir frá í febrúar eru mér í fersku minni. Sá fyrri var í Kveik  um aflátsbréf og græna orku. Sá seinni í Kastljósinu með forstjóra Landsvirkjunar (LV) og framkvæmdastjóra Íslenskra iðn­fyrirtækja.
 
Mér skildist að aflátsbréf LV virki þannig að framleiðendur í ESB-ríkjum kaupi aflátsbréf af LV til vottunar, að þeir noti græna orku. Segja svo framleiðslu sína umhverfisvæna í þeim tilgangi að selja meira. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og er lygi á meðan enginn er sæstrengurinn. Er hægt að hugsa sér meiri vörusvik? Allt í skjóli EES/ESB.
 
Í Kveik bar forstj. LV á stóriðjuna að hún tímdi ekki að borga fyrir umhverfisvottun. Sá sem svaraði fyrir álverin kom að kjarna málsins, þegar hann sagði að þessi skattur hefði komið eftir að álfyrirtækin hófu framleiðslu hér á landi. Ég man vel að eftir að ISAL byrjaði reyndi hver ríkisstjórnin á eftir annarri að lokka hingað stóriðju út á ódýra og hreina græna orku. Er nokkuð óeðlilegt að álframleiðendur neiti að taka á sig svona skatt eftir á? Jafnvel þótt reksturinn væri í dúndrandi gróða.
 
Í fyrrnefndum Kveik var velt upp hver væri ábyrgur fyrir vitleysunni. Í mínum huga er augljóst að það er ESB. Strax með fyrsta orkupakkanum var lagt upp hvernig ESB gæti smám saman sölsað undir sig orkuna með hverjum orkupakkanum  á eftir öðrum. Það hefði að öllum líkindum verið stimplað og runnið ljúft í gegn, ef ekki hefði liðið svo langur tími frá því orkupakki 2 var samþykktur, þar til orkupakki 3 skyldi samþykktur. Kanski var það hruninu að þakka.
 
EES/ESB og Orkuveitan fóru fram úr sér með prentun á greiðsluseðla að á Íslandi væri raforka framleidd með kjarnorku og olíubrennslu. Það opnaði augu margra og komst í umræðuna. Þá var snarlega hætt að prenta þetta bull á greiðsluseðlana.
 
Það er eins með illan orðstír og góðan. Hann deyr aldrei. Mikið vorkenni ég aumingjans landráðamönnunum sem afsöluðu þjóðinni yfirráðum á orkuauðlindunum með samþykki orkupakka 3. Sérstaklega þeim, sem rökstuddu samþykki sitt með því að sl. 20 ár hefðum við samþykkt og stimplað allt sem EES kom með frá ESB.
 
Augljóst er hvert forstjóri LV stefnir. Hann vill fá sæstreng og selja græna raforku til ESB á hærra verði en fæst fyrir hana innanlands. Svo verður sagt að ódýrari raforka streymi til baka um sæstrenginn. Það verður skilgreint sem ódýrari orka framleidd með kjarnorku, kola- og olíubrennslu.
 
Við það hækkar orka til okkar, þó hún sé ódýrari en það sem LV fær fyrir grænu orkuna til ESB. Fyrirtæki innan ESB fá vottað að þeir hafi fengið sérvalda græna orku úr orkubanka ESB. Með hærra orkuverði minnkar samkeppnishæfni íslenskrar framleiðslu, sem auk þess telst ekki lengur umhverfisvæn.
 
Ég horfði líka á Kastljósþátt með forstj. LV og frkvst. Íslenskra iðnfyrirtækja, sem sagði sölu LV á aflátsbréfum eyðileggja fyrir íslenskum iðnaði. Svar frkvst. LV var. „Sannaðu það“, sem ekki er létt fyrirvaralaust í beinni útsendingu.
 
Síðan sannaði hann það sjálfur, þegar hann sagði heiminn vera að breytast.
 
Nú vildi unga fólkið kaupa umhverfisvænar vörur og átti þá við umhverfisvottaðar vörur, en sást yfir að vottun með grænum aflátsbréfum LV er allt í plati-vottun.
 
Nú verða stjórnvöld að kynna að öll íslensk framleiðsla notar 100% græna orku og hreint ómengað vatn. Koma Íslandi á kortið sem grænasta landi í heimi. Merkja áberandi íslenskar framleiðsluvörur að upprunaland sé Ísland.
 
Þá myndi þetta unga umhverfis­væna fólk velja íslenska vöru og skipti þá ekki máli að pakkningar við hliðina væru ódýrari.
 
Það ætti að efna til samkeppni um íslenskt umhverfismerki, sem höfðaði til okkar hreinu auðlinda líkt og „þú veist, hvaðan það kemur“. Fylgja merki og merkingu eftir með öflugri kynningu.
 
Ég skildi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hún ætti við að sala aflátsbréfa LV myndi skemma þennan möguleika. Frkvstj. LV talaði um 10 milljarða tekjur LV af sölu aflátsbréfanna, sem svo kom í í ljós að var á 10 árum. Milljarður á ári er ekki mikið miðað við skemmdirnar á samkeppnishæfni,  markaðs­tækifærum og markaðssetningu íslenskrar framleiðslu.
 
Vindi stjórnvöld ekki ofan af þessari grænu svikamyllu ættu þau að stíga skrefið til fulls og fara að selja aflátsbréf um hreinleika vatns. Það væri ekki ónýtt fyrir framleiðendur bjórs að fá vottað, að hann væri framleiddur úr hreinu ómenguðu vatni, eins og er á Íslandi. Svo ekki sé talað um garðyrkjubændur víða um heim, sem blanda alls konar efnum í vatnið, sem þeir vökva plönturnar með.
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...