Áform um vindorkugarð í Garpsdal
EM Orka hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna vindorkugarðs í Garpsdal í Reykhólahreppi.
Þar er gert ráð fyrir að rísi um 90 MW vindorkuver með allt að 21 vindmyllu, sem verða allt að 159,5 metrar á hæð.
Framkvæmdaraðili er EM Orka, sem er íslenskt fyrirtæki í eigu EMP Holdings, sem er sameiginlega í eigu EMP IN og Vestas, en Vestas er einn stærsti vindmylluframleiðandi heims með um 115 GW framleiðslugetu í 81 landi.
EM Orka áætlar að í heildina skapist um 200 störf í tengslum við verkefnið. Umsagnarfrestur um umhverfismatsskýrsluna er til og með 29. júlí næstkomandi.