Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.
Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.
Fréttir 5. september 2019

Afrísk svínaflensa greinist á Norður-Írlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tollverðir á Norður-Írlandi gerðu fyrir stuttu upptækt svínakjöt sem reyndist vera sýkt af vírus sem veldur afrískri svínaflensu. Vírusinn getur leynst í frosinni kjötvöru svo mánuðum skiptir og getur haft gríðarlega slæm áhrif á svínarækt berist hann í lifandi svín.

Afríska svínaflensan hefur breiðs út víða um lönd. Á þessari mynd er svínum í Rússlandi fargað vegna svínaflensunnar.

Vírusinn sem um ræðir er sagður gríðarlega smitandi og sýking af hans völdum stundum kölluð svína-ebóla.  Þetta er í fyrsta sinn sem vírusinn greinist í kjöti á Bretlandseyjum en hann hefur verið að breiðast út um heiminn undanfarin ár.

Að sögn tollayfirvalda á Norður-Írlandi voru gerð upptæk rúm 300 kíló af sýktu svínakjöti í farangri farþega sem var á leið til landsins með flugi. Við rannsókn Agri-Food and Biosciences Institute á kjötinu fundust merki um vírusinn.

Stórauka þarf eftirlit

Samkvæmt yfirlýsingu frá landbúnaðar- og sveitarstjórnar­ráðuneyti Norður-Írlands er málið alvarlegt þrátt fyrir að ekki sé talin hætta á að vírusinn hafi borist í lifandi svín í landinu. Formaður félags svínabænda á Norður-Írlandi segir að fundurinn sýni hversu litlu geti munað að afrísk svínaflensa berist til landsins og að grípa verði til stóraukins eftirlits vegna hættu á að pestin berist til landsins með löglegum eða ólöglegum innflutningi. Að hans sögn er um að ræða mestu ógn sem svínakjötsframleiðsla á Bretlandseyjum stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Útbreiðsla svínaflensunnar í heiminum eins og hún var þann 5. júní síðastliðinn, samkvæmt frétt Bloomberg. Síðan hefur Írland bæst á kortið. 

Í framhaldi af fundinum hafa yfirvöld í landinu tilkynnt að þau muni auka eftirlit með innflutningi á matvælum til landsins og á sama tíma fræðslu á hættunni sem því fylgir.

Stökkbreyting gæti gert vírusinn hættulegan mönnum

Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínaflensu sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum.

Heimssamtök um dýraheilbrigði áætla að um 6.000 tilfelli af afrískri svínaflensu séu í heiminum í dag. Flensan berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum.

Vírusinn sem veldur flensunni getur leynst í marga mánuði í frosnu kjöti sem flutt er milli landa.

Niðurskurður í Kína

Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu glíma Kínverjar við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest og gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150 til 200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.  Kínverska landbúnaðarráðuneytið hefur rakið fyrstu smittilfellin til þess að svín hafi verið fóðruð á matarúrgangi frá eldhúsum og veitingastöðum.

Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.

Samkvæmt gögnum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur sjúkdómurinn nú breiðst út um allt Kína og einnig til Hainan-eyju og til fleiri Asíulanda eins og Víetnam, Kambódíu og Mongólíu.

Í skýrslu FAO um útbreiðslu afrískrar svínaflensu í heiminum segir að hún sé veruleg ógn við fæðuöryggi í heiminum.

Útbreiðsla í Evrópu

Afrísk svínaflensa hefur verið að breiðast út um Evrópu undanfarin ár og greindist meðal annars í Belgíu á síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin hefur greinst hefur verið gripið til þess ráðs að skera niður. Auk þess sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í Austur-Evrópu hafa lógað fjölda villisvína til að hefta útbreiðslu pestarinnar.

Danir, sem framleiða mikið af svínakjöti, hafa gripið til þess ráðs að reisa girðingar á landamærum sínum við Þýskaland til að draga úr hættu á að pestin berist til landsins með villisvínum.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...