Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.
Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.
Fréttir 5. september 2019

Afrísk svínaflensa greinist á Norður-Írlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tollverðir á Norður-Írlandi gerðu fyrir stuttu upptækt svínakjöt sem reyndist vera sýkt af vírus sem veldur afrískri svínaflensu. Vírusinn getur leynst í frosinni kjötvöru svo mánuðum skiptir og getur haft gríðarlega slæm áhrif á svínarækt berist hann í lifandi svín.

Afríska svínaflensan hefur breiðs út víða um lönd. Á þessari mynd er svínum í Rússlandi fargað vegna svínaflensunnar.

Vírusinn sem um ræðir er sagður gríðarlega smitandi og sýking af hans völdum stundum kölluð svína-ebóla.  Þetta er í fyrsta sinn sem vírusinn greinist í kjöti á Bretlandseyjum en hann hefur verið að breiðast út um heiminn undanfarin ár.

Að sögn tollayfirvalda á Norður-Írlandi voru gerð upptæk rúm 300 kíló af sýktu svínakjöti í farangri farþega sem var á leið til landsins með flugi. Við rannsókn Agri-Food and Biosciences Institute á kjötinu fundust merki um vírusinn.

Stórauka þarf eftirlit

Samkvæmt yfirlýsingu frá landbúnaðar- og sveitarstjórnar­ráðuneyti Norður-Írlands er málið alvarlegt þrátt fyrir að ekki sé talin hætta á að vírusinn hafi borist í lifandi svín í landinu. Formaður félags svínabænda á Norður-Írlandi segir að fundurinn sýni hversu litlu geti munað að afrísk svínaflensa berist til landsins og að grípa verði til stóraukins eftirlits vegna hættu á að pestin berist til landsins með löglegum eða ólöglegum innflutningi. Að hans sögn er um að ræða mestu ógn sem svínakjötsframleiðsla á Bretlandseyjum stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Útbreiðsla svínaflensunnar í heiminum eins og hún var þann 5. júní síðastliðinn, samkvæmt frétt Bloomberg. Síðan hefur Írland bæst á kortið. 

Í framhaldi af fundinum hafa yfirvöld í landinu tilkynnt að þau muni auka eftirlit með innflutningi á matvælum til landsins og á sama tíma fræðslu á hættunni sem því fylgir.

Stökkbreyting gæti gert vírusinn hættulegan mönnum

Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínaflensu sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum.

Heimssamtök um dýraheilbrigði áætla að um 6.000 tilfelli af afrískri svínaflensu séu í heiminum í dag. Flensan berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum.

Vírusinn sem veldur flensunni getur leynst í marga mánuði í frosnu kjöti sem flutt er milli landa.

Niðurskurður í Kína

Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu glíma Kínverjar við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest og gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150 til 200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.  Kínverska landbúnaðarráðuneytið hefur rakið fyrstu smittilfellin til þess að svín hafi verið fóðruð á matarúrgangi frá eldhúsum og veitingastöðum.

Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.

Samkvæmt gögnum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur sjúkdómurinn nú breiðst út um allt Kína og einnig til Hainan-eyju og til fleiri Asíulanda eins og Víetnam, Kambódíu og Mongólíu.

Í skýrslu FAO um útbreiðslu afrískrar svínaflensu í heiminum segir að hún sé veruleg ógn við fæðuöryggi í heiminum.

Útbreiðsla í Evrópu

Afrísk svínaflensa hefur verið að breiðast út um Evrópu undanfarin ár og greindist meðal annars í Belgíu á síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin hefur greinst hefur verið gripið til þess ráðs að skera niður. Auk þess sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í Austur-Evrópu hafa lógað fjölda villisvína til að hefta útbreiðslu pestarinnar.

Danir, sem framleiða mikið af svínakjöti, hafa gripið til þess ráðs að reisa girðingar á landamærum sínum við Þýskaland til að draga úr hættu á að pestin berist til landsins með villisvínum.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...