Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda
Fréttir 17. apríl 2015

Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS á starfsemi bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Að mati Bændasamtaka Íslands geta áhrif boðaðra verkfallsaðgerða BHM og SGS verið eftirfarandi á bændur. Hér er einkum átt við  verkfallsaðgerðir BHM enda skella þær að öllu óbreyttu á á mánudaginn næsta.

Minnisblað var lagt fram á fundi hjá atvinnuveganefnd Alþingis í morgun. Þá hafa fulltrúar Bændasamtaka Íslands einnig fundað með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúum Félags kjúklingabænda og Svínaræktarfélags Íslands.

Bændasamtök Íslands munu fylgjast náið með þróun mála, einkum að því er varðar vinnustöðvun dýralækna sem hefst, eins og áður segir, á mánudaginn.

Bændasamtökin munu á næstu dögum og vikum greina áhrif verkfalla SGS sem boðað hefur verið til og upplýsa búgreinafélög og búnaðarsambönd um gang mála eftir því sem þurfa þykir.

Að gefnu tilefni skal eftirfarandi áréttað vegna vinnustöðvunar hjá SGS. Hugsanleg vinnustöðvun hjá Starfsgreinasambandinu hefur ekki áhrif á kjarasamning Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambandsins. Samningur BÍ og SGS er sjálfstæður kjarasamningur sem ekki standa deilur um. Þá hafa hvorki verið um hann viðræður né honum vísað til ríkissáttasemjara. Deilur Starfsgreinasambandsins snúa að samningum við Samtök atvinnulífsins. Hins vegar skal bent á að samkvæmt upplýsingum frá Starfsgreinasambandinu fellur ferðaþjónusta undir svokallaðan þjónustusamning sem er samningur við Samtök atvinnulífsins. Samkvæmt framansögðu eru því störf á bændabýlum undanskilin fyrirhugaðri vinnustöðvun en hún nær til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.

Ef upp koma önnur tilvik þarf að skoða þau sérstaklega og munu Bændasamtök Íslands þá veita ráðgjöf eftir föngum.Kjarasamningur SGS og BÍ er frá 18. mars 2014. Hann nær til starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum; hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta.

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...