Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Akstur með börn í skólabílum
Fréttir 6. september 2019

Akstur með börn í skólabílum

Höfundur: Herdís Storgaard
Árlega berast margar fyrir­spurnir um öryggi  barna í skóla­bílum. Ég ætla í þessum pistli að reyna að útskýra hvernig má ferja börn á sem öruggastan hátt í rútum.
 
Í lok 1990 voru gerðar meiri kröfur um öryggi farþega í rútum hjá Evrópusambandinu en þær reglur gilda einnig hér á landi. 
 
Herdís Storgaard.
Meðal annars kváðu þessar reglur um að rútur yrðu útbúnar með öryggisbeltum. Reglurnar voru innleiddar í tveimur stigum. Árið 1998 var gerð krafa um að allar litlar rútur kæmu á markað með beltum en þremur árum síðar allar stærri rútur. Vandamálið er að oft eru bílbeltin ekki þriggja punkta heldur einungis tveggja punkta. Veldur þetta bílstjórum og foreldrum miklum höfuðverk þegar kemur að öryggi barna. 
 
Sá aðili sem pantar þessa þjónustu, sem er oftast sveitarfélagið, á að sjálfsögðu að taka tillit til barna og panta einungis rútur með þriggja punkta beltum. Þannig er hægt að tryggja öryggi yngri barna á sem bestan hátt og að þau geti notað viðeigandi öryggisbúnað. Þetta er því miður ekki alltaf raunin og þá koma upp vandamál eins og að barn sem notar venjulega sessu með baki getur ekki notað hana því hana er einungis hægt að nota í bíl með þriggja punkta belti. 
 
Ef rútan sem flytja á barnið í er einungis með tveggja punkta beltum þá á barnið einungis að nota tveggja punkta belti, engan öryggisbúnað. Ef rútan er búin þriggja punkta beltum þá getur barnið notað sessu með baki.
 
Vert er að taka fram að sessa án baks er búnaður sem er ekki lengur framleiddur og er ekki öruggt að nota, þó hann sé notaður í rútu sem er með þriggja punkta beltum. Búnaðurinn er einfaldlega ekki nægilega öruggur og íslenskar sem erlendar rannsóknir sýna að hann rennur undan barninu í hörðum árekstri. Í veltum hefur hann farið undan barni og þá geta bílbeltin skaðað barnið. Ef barnið hefði verið einungis í þriggja punkta belti hefði það verið betur varið.
 
Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að ekki var byrjað að prófa barnabílstóla og sessur með baki í rútur fyrr en að áðurnefndar reglur tóku gildi. Hér á landi er fjöldinn allur af rútum þar sem beltin hafa verið sett í eftir á. Það eru tilmæli prófunaraðila í Evrópu að ef verið er að flytja börn í þessum gömlu rútum, þar sem beltum hefur verið komið í eftir á, að börn noti einungis beltin og án annars búnaðar. Ástæðan er sú að það er óvíst hvað getur gerst í árekstri ef verið er að nota búnað sem ekki hefur verið prófaður í tiltekna rútu.  
 
Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð. Hægt er að senda tölvupóst á slysahusid@simnet.is Einnig eru upplýsingar um öryggi barna í bílum á www.msb.is. 
Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...