Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sérfræðingahópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.
Sérfræðingahópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.
Mynd / Aðsend
Fréttir 16. nóvember 2023

Ákvörðun um niðurskurð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir og Sigurður Már Harðarson

Bændur á Stórhóli í Húnaþingi vestra bíða enn niðurstöðu um hvort fé í þeirra eigu með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir fái að lifa.

Riðutilfelli greindist í sláturfé frá bænum í haust þar sem er nú tæplega 590 fjár. Þar af um 100 með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir, að sögn Garðars V. Gíslasonar bónda.

„Þetta eru um fimmtíu ær, hitt eru allt gemlingar,“ segir hann. „Ég hugsa að við hefðum hætt búskap ef ekki hefði verið komið neitt svona,“ segir hann og á þar við stefnubreytingu í riðumálum vegna verndandi arfgerða í fé. „Það er svona ljós aðeins í þessu núna, mér finnst það nú frekar,“ segir Garðar.

Yfirdýralæknir mun fljótlega senda frá sér tillögur til matvælaráðherra um tilhögun niðurskurðar á bænum. Búast má við að þær taki mið af þeim áherslum sem birtast í nýrri skýrslu sérfræðingahóps um nýja nálgun í aðgerðum gegn riðuveiki sem skilað var til matvælaráðherra. Enda var skilgreint hlutverk hópsins að vera yfirdýralækni til ráðgjafar hvað varðar aðgerðir til útrýmingar á riðuveiki.

Í áherslum sérfræðingahópsins eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuveiki í sauðfé, með nýrri nálgun og ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Lögð er áhersla á að ekki verði hvikað frá niðurskurðarstefnunni en þó verði heimilt að undanskilja frá niðurskurði hjarða fé sem ber verndandi arfgerðir og einnig mögulega verndandi arfgerðir.

Tvær næmar samsætur

Í skýrslunni kemur fram að af þeim sjö genasamsætum sem hafi fundist í fé á Íslandi, séu ARQ og VRQ næmar fyrir smiti – einkum þó VRQ. Aðrar samsætur eru taldar vera minna næmar, mögulega verndandi eða verndandi.

Til minna næmra samsæta teljast AHQ og N138. Til mögulega verndandi samsæta teljast samkvæmt skýrslunni C151 og T137, en ARR telst verndandi. Lagt er til að megináherslan verði á fjölgun ARR, en einnig að tíðni T137 verði aukin og að tíðni C151 verði viðhaldið.

Í greinargerð um ARR segir að arfgerðir þar sem minnst önnur genasamsætan er ARR og hin genasamsætan er ekki VRQ, séu alþjóðlega viðurkenndar sem verndandi arfgerðir gegn riðuveiki.

Stefna eigi að fjölgun arfbera ARR og í fyllingu tímans arfhreinna ARR/ARR kinda eins og kostur er. Hópurinn leggur til að gefin verði út landsáætlun um riðuveikilaust Ísland innan tiltekins árafjölda.

Sjá nánar í 21. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...