Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Akureyrarhöfn á annasömum degi.
Akureyrarhöfn á annasömum degi.
Mynd / Einar Ernir
Fréttir 12. ágúst 2019

Allir eru að flýta sér og fáir hægja á ferðinni

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Síðastliðin fjögur ár hef ég unnið sem atvinnubílstjóri við að aðstoða bifreiðaeigendur sem eru í vanda staddir á höfuðborgarsvæðinu. Með hverju árinu finnst mér umferðin þyngjast og tillitssemin minnkar með hverju árinu.
 
Ekki er óalgengt að ég hringi í lögregluna til að fá annaðhvort mótorhjól eða lögreglubíl með blá-blikkandi ljós fyrir aftan mig og hægja þannig á umferðinni svo að ég geti unnið mína vinnu tiltölulega hættulaust.
 
Því miður finnst mér verstu aðilarnir sem gefa minnst eftir í umferðinni og sýna minnstu tillitssemina vera atvinnubílstjórar. Gæti orsökin verið sú að okkur atvinnubílstjórum sé sett of mikið fyrir af dagsverkefnum og pirringurinn stafi af því?
 
Hættulegir álagsdagar
 
Áberandi er sú umræða að ferðamönnum sé að fækka. Á sama tíma eru skemmtiferðaskipin fleiri og dreifast víðar um landið. Þessum ferðamönnum er almennt ekið um næsta nágrenni í rútum á staði sem gleðja augað. Á sama tíma skapast viss hætta, meiri umferð og mikill mannfjöldi. Eitt er það sem of sjaldan er imprað á og er það fjöldi bráðaliða, lækna og sjúkrabíla í næsta nágrenni við þessa fólkssöfnunarstaði. Gott væri ef rútufyrirtækin og ferðaskipuleggjendur skoðuðu þessi mál í samvinnu við yfirvöld. Það þarf að gera fleira en að koma fólkinu upp í rútu og rukka fyrir. Hversu lengi þurfa ábúendur til sveita að búa við þetta óvissustig? Verður til sjúkrabíll handa mér eða mínum gestum ef eitthvað gerist?
 
Sjúkrabíll í uppsveitum Árnessýslu
 
Fyrir síðustu helgi var í flestum fjölmiðlum sagt frá komu stærsta skemmtiferðaskips sem komið hefur til Reykjavíkur og voru farþegar og áhöfn eitthvað nálægt 4.000. Á sama tíma voru a.m.k. tvö önnur skemmtiferðaskip í Reykjavík. Væntanlega hefur farþegum úr þessum skipum verið smalað upp í hópferðabíla og ekið að helstu náttúruperlum Suðurlands. Í vikunni var ég að rifja upp við viðmælanda minn þegar ég var á ferð við Gullfoss fyrir þrem árum og varð vitni að því að ferðamaður fékk hjartaáfall. Mér fannst þá að það hefði tekið sjúkrabílinn tæpan klukkutíma að koma sökum umferðarþunga og umferðartafa. Viðmælandi minn sagði mér að nú ætti þetta að vera betra því að nú væri staðsettur sjúkrabíll nálægt Geysi á álagstímum yfir sumartímann.
 
64 rútur fóru austur yfir Víkurskarð á einum degi
 
Til Akureyrar komu þrjú skip um síðustu helgi með alls yfir 7.500 farþega og eflaust hefur megninu af þessum farþegum verið ekið í fjölmörgum rútum að Mývatni og Dettifossi og þar með allt að tvöfaldað íbúafjöldann í Þingeyjarsýslu (mér var sagt að laugardaginn 20. júlí hefðu 64 rútur farið austur yfir Víkurskarð).
 
Með miklum flutningum á fólki í fámennar sveitir norðanlands verður til viss hætta þegar fólk, sem ekki er beint í líkamlegu formi til að ganga mishæðóttan göngustíginn að Dettifossi, þurfi á þjónustu sjúkrabíla að halda. Við þetta má bæta að aðeins ein áhöfn er á vakt fyrir sjúkrabíla á Húsavík. Við þetta skapast óvissa og hættuástand sem varla er viðunandi fyrir fólk sem býr á svæðinu. Sú staða getur komið upp að sjúkrabíllinn sé að þjónusta farþega úr skemmtiferðaskipunum og aðeins bakvakt til staðar fyrir seinni sjúkrabílinn. Varla væri bjóðandi að biðja bændur að sleppa heyskaparvinnu rétt á meðan farþegaskipin eru í höfn til að taka frá báða sjúkrabílana fyrir þá. 
 
Spurning hvort ekki sé kominn tími á að skoða að hafa þyrlu frá Landhelgisgæslunni á Akureyrar­flugvelli til taks yfir sumartímann fyrst svona mörg skemmtiferðaskip stoppa á Akureyri eða að fara svipaða leið og Sunnlendingar, að staðsetja sjúkrabíla nær áhugaverðustu náttúru­perlum norðan­lands á sumrin.
 
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...