Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frami frá Ketilsstöðum hlutu 8,68 í aðaleinkunn á síðsumarssýningu. Knapi hans og eigandi er Elin Holst.
Frami frá Ketilsstöðum hlutu 8,68 í aðaleinkunn á síðsumarssýningu. Knapi hans og eigandi er Elin Holst.
Fréttir 14. september 2017

Alls voru 1.268 dómar kveðnir upp á árinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Kynbótasýningum ársins 2017 lauk með þremur síðsumarssýningum, á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík í lok ágúst.
 
Á Selfossi hlutu þrír hestar kenndir við Ketilsstaði hæstu dómana. Frami, sem er farsæll keppnishestur, hlaut hæsta dóm sýningarinnar, 8,68. Hann fékk 8,46 fyrir sköpulag og 8,82 fyrir kosti. Þar af hlaut Frami 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Frami er undan Sveini-Hervari frá Þúfu í Landeyjum og heiðursverðlaunahryssunni Framkvæmd frá Ketilsstöðum en annar sonur hennar, Fákur að nafni, hlaut þriðja hæsta dóm sýningarinnar 8,46. Hann er undan Álfinni frá Syðri-Gegnishólum sem er einnig faðir Stúdents, sem var næsthæstur með 8,59, þar af 9 fyrir tölt og fet.
 
Í Borgarnesi hlutu þrjár hryssur hæstu dómana. Róska frá Hákoti  var efst með 8,50 í aðaleinkunn. Hún hlaut 8,55 fyrir sköpulag og 8,47 fyrir kosti. Róska er undan Kjerúlf frá Kollaleiru og Frá frá Hákoti, sem er m.a. móðir Kolku frá Hákoti. Viktoría frá Reykjavík hlaut 8,27 og Kleópatra frá Laugavöllum var þriðja með 8,22 í aðaleinkunn.
 
Á Dalvík hlutu tveir 4 vetra stóðhestar frá Torfunesi hæstu dómana. Hæstur var Þór undan Kolskeggi frá Kjarnholtum I og heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi. Hann hlaut 8,39 í aðaleinkunn, 8,43 fyrir sköpulag og 8,36 fyrir kosti. Þá hlaut Vivaldi, undan Trymbli frá Stóra-Ási og heiðursverðlaunahryssunni Röst frá Torfunesi 8,30 í aðaleinkunn. Hann hlaut 8,59 fyrir sköpulag og 8,11 fyrir kosti.
 
Uppgjör ársins
 
Alls voru kynbótasýningar 18 talsins árið 2017 þar sem kveðnir voru upp 1.268 kynbótadómar. Fullnaðardómar reyndust 1.127 talsins, 347 stóðhestar voru dæmdir, 777 hryssur og þrír geldingar. Þá komu 139 hross í sköpulagsdóm.
 
Þórálfur frá Prestsbæ hlaut hæsta dóm ársins þegar hann fékk 8,94 á Melgerðismelum. Kolskeggur frá Kjarnholtum I hlaut 8,86 á Sörlastöðum, sem reyndist næsthæsti dómur ársins og dómur Árblakks frá Laugasteini upp á 8,83 var þriðji hæsti dómur ársins.
 
Nokkur hross hlutu fullt hús stiga fyrir einstaka þætti kynbótadóms. Katla frá Ketilsstöðum hlaut 10 fyrir tölt, hægt tölt, brokk og vilja og geðslag. Árblakkur frá Laugasteini hlaut 10 fyrir vilja og geðslag. Þrjú hross fengu 10 fyrir skeið; Glóra frá Skógskoti, Goði frá Bjarnarhöfn og Fröken frá Bessastöðum.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...