Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2022

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Deild hrossabænda leggur áherslu á kynningu á starfi hrossa­­bænda og aukna þátttöku þeirra sem stunda hrossabúskap. Fyrir Búnaðarþinginu liggur til­laga frá deildinni er lýtur að mikilvægi WorldFengs, uppruna­ættbókar íslenska hestsins.

„Eitt af því sem við í deild hrossabænda þurfum að gera og er aðkallandi er að auka þátttöku þeirra sem eru að stunda hrossabúskap í stórum og smáum stíl til að efla okkar búgreinadeild. Það á reyndar ekki bara við um hrossabændur en auka þarf þátttöku allra bænda í Bændasamtökunum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda.

„Helstu áherslur hrossabænda í tengslum við komandi Búnaðarþing er að kynna hvað starfið okkar gengur út á og hvaða þættir í okkar starfi eru mikilvægastir. Fyrir þingið mun koma tillaga sem samþykkt var á Búgreinaþinginu og varða mikilvægi þess að staðið sé vörð um ættbók íslenska hestsins, Worldfeng, en ættbókin er alger miðja í öllu okkar starfi og varðar ræktun hestsins um víða veröld,“ segir Sveinn.

„Þá má einnig nefna, þó að ekki liggi fyrir beint tillaga þess efnis, að þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um ræktun hestsins er afar mikilvæg enda er Ísland upprunalandið og mikilvægt að við stöndum vörð um það.“

Þá segir Sveinn að þátttaka hrossabænda í markaðsverkefninu Horses of Iceland sé farvegur þeirra í kynningu á hestinum og hestamennskunni. „Ánægjulegt að segja frá því að nú er búið að tryggja samstarfið út árið 2025, sem við erum ákaflega stolt af og ánægð með.“

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...