Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2022

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Deild hrossabænda leggur áherslu á kynningu á starfi hrossa­­bænda og aukna þátttöku þeirra sem stunda hrossabúskap. Fyrir Búnaðarþinginu liggur til­laga frá deildinni er lýtur að mikilvægi WorldFengs, uppruna­ættbókar íslenska hestsins.

„Eitt af því sem við í deild hrossabænda þurfum að gera og er aðkallandi er að auka þátttöku þeirra sem eru að stunda hrossabúskap í stórum og smáum stíl til að efla okkar búgreinadeild. Það á reyndar ekki bara við um hrossabændur en auka þarf þátttöku allra bænda í Bændasamtökunum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda.

„Helstu áherslur hrossabænda í tengslum við komandi Búnaðarþing er að kynna hvað starfið okkar gengur út á og hvaða þættir í okkar starfi eru mikilvægastir. Fyrir þingið mun koma tillaga sem samþykkt var á Búgreinaþinginu og varða mikilvægi þess að staðið sé vörð um ættbók íslenska hestsins, Worldfeng, en ættbókin er alger miðja í öllu okkar starfi og varðar ræktun hestsins um víða veröld,“ segir Sveinn.

„Þá má einnig nefna, þó að ekki liggi fyrir beint tillaga þess efnis, að þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um ræktun hestsins er afar mikilvæg enda er Ísland upprunalandið og mikilvægt að við stöndum vörð um það.“

Þá segir Sveinn að þátttaka hrossabænda í markaðsverkefninu Horses of Iceland sé farvegur þeirra í kynningu á hestinum og hestamennskunni. „Ánægjulegt að segja frá því að nú er búið að tryggja samstarfið út árið 2025, sem við erum ákaflega stolt af og ánægð með.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...