Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alvarlegur „kannibalismi“ í varphænum í Noregi
Fréttir 3. júní 2019

Alvarlegur „kannibalismi“ í varphænum í Noregi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Óæskileg hegðun í varphænum sem lýsir sér í því að hænurnar gogga svo illilega hver í aðra að það veldur dauða, kannibalismi,  er orðið vandamál í Noregi. Þegar hefur öllum hænum á nokkrum búum sem klakist hafa út úr ákveðnum sendingum af eggjum til framleiðslu á varphænum verið eytt. Talið að um genagalla sé að ræða.

Hænurnar sem um ræðir eru allar úr sömu sendingu varphænsnaeggja frá þýska fyrirtækinu Lohmann sem er einn stærsti birgir eggja í heiminum til framleiðslu á varp- og kjöthænsnum í heimi. Langstærstur hluti hænsna, hvort sem það eru varphænur eða hænur til kjöteldis, á Íslandi koma frá Lohmann.

Talið vera genagalli

Erla Gunnarsdóttir, íslenskur eggjaframleiðandi rétt utan við Bergen í Noregi, segir óalgengt að þessi hegðun dýranna gangi svo langt að eina útleiðin sé aflífun á öllum flokknum. „Tvær aðrar innsetningar, á síðasta ári, í Rogaland, urðu fyrir því sama. Í öðru tilfellinu var um lausagönguhænur að ræða en í hinu búrhænsn og allir flokkar keyptir frá sama aðila.“

Erla segir að vanalega gangi þetta yfir í kringum kynþroskaaldur dýranna. „Í okkar tilfelli var það mat dýralæknis að vegna dýravelferðarsjónarmiða yrði að aflífa allan flokkinn þó um unga fugla hafi verið að ræða, rúmlega 30 vikna gamla, en líftími þeirra er að öllu jöfnu hátt í 80 vikur.

Dýralæknir telur að um genetískan galla sé að ræða og að um leið og slík hegðun hefjist sé í raun erfitt að vinda ofan af henni, þrátt fyrir að ráðstafanir séu gerðar varðandi ljós og fóður og annað.

Við fundum fljótlega fyrir því að meira stress var í þessum flokki en við höfðum haft áður. Það er búið að vera mjög erfiður tími að horfa upp á dýrin fara svona og illa leikin. Mest er hakkað í bakendann og svo kemur sár og sýking sem leiðir fljótlega til dauða.

Við erum með 7.500 varphænur og hleypur fjöldi hænsna sem hefur drepist á hundruðum og sárt að þurfa að aflífa svo ung dýr. Í samstarfi við fagaðila og dýralækni voru ýmsar ráðstafanir reyndar sem virkuðu í nokkra daga en síðan fór allt í sama farið aftur og stundum drápust tugir dýra á sólarhring.

Goggið kemur á engan hátt niður á gæðum eggjanna og þau eru pökkuð og seld áfram í verslanir.“

Hegðun sem er vel þekkt

Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda, segist hafa heyrt um þessa hegðun hjá hænum í Noregi og að hún þekkist einnig hér á landi og hafi verið talsvert vandamál fyrir tveimur árum. Hann segist þó ekki kannast við að hegðunin hafi verið meiri tengd einni sendingu af eggjum en annarri.
„Þessi óæskilega hegðun er vandamál sem allir fuglabændur þurfa að eiga við og hafa gert lengi. Íslenskir kjúklingabændur eru yfirleitt fljótir að sjá þessa hegðun fyrir og bregðast við henni.“

Goggun af þessu tagi tengist hjarðhegðun dýranna og valda­baráttu eða goggunarröð í samfélagi þeirra í eldi. Alvarlegur „kannibalismi“ hjá alihænum leiðir, eins og nafnið gefur til kynna, til þess að hænurnar hreinlega éta hver aðra. Hegðun af þessu tagi þekkist einnig hjá öðrum alifuglum eins og til dæmis kalkúnum.

Verið að breyta erfðaefninu

„Mér skilst að Lohmann sé að reyna að breyta hegðun varphænsna með erfðabreytingum vegna nýrra reglna um lausagöngu og að ætlunin sé að draga úr þessu óæskilega goggi hænanna hver í aðra. Hugsanlega hefur eitthvað farið úrskeiðis sem menn hafa ekki séð fyrir án þess að ég vilji fullyrða það.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...