App gegn herormum
Höfundur: Vilmundur Hansen
FAO hefur virkjað app sem gerir bændum og landbúnaðarverkamönnum sem berjast gegn ágangi og útbreiðslu herorma í Afríku kleift að bregðast skjótt við verði þeir varir við orminn.
Með appinu má greina orminn, meta útbreiðslu hans og kortleggja þau svæði sem hann finnst á. Appið veitir einnig upplýsingar um það hverjir náttúrulegir óvinir herormanna eru og hvaða aðgerðir eru líklegastar til að skila árangri í baráttunni gegn þessari plágu.
Á hverju ári herja herormar á milljónir hektara af maís í Afríku og ógna lífsafkomu og matvælaöryggi hátt í 300 milljón manns, aðallega smábænda.