Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ár tígursins
Fréttir 4. febrúar 2022

Ár tígursins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið komst fyrirtæki Gucci á milli skoltanna á dýra­verndunar­sinnum – þó ekki vegna dýraafurða í varningi sínum heldur vegna tígrisdýrs sem fengið var til að gegna störfum fyrirsætu.

Listrænir stjórnendur auglýsingaherferðar sem átti að tengja vörur Gucci nýja kínverska árinu – ári tígrisdýrsins – áttu í kjölfarið ekki beinlínis upp á pallborðið hjá umhverfisverndarsinnum fyrirtækisins WAP* sem vilja meina að aðstæður dýrsins hafi beinlínis verið því til miska.

Talsmenn fyrirtækis Gucci staðfesta þó að dýrin hafi verið ljósmynduð í öruggu umhverfi, án annarra viðstaddra fyrirsætna og myndvinnsluforritið Photoshop hafi verið nýtt til hins ýtrasta við samsetningu auglýsinganna.

Nick Stewart, alþjóðlegur yfirmaður WAP telur hins vegar að Gucci sé að senda frá sér röng skilaboð með því að upphefja tígrisdýr sem eiga almennt séð ekki að vera í haldi. Ár tígursins ætti frekar að ýta undir virðingu og vernd tígrisdýrastofnsins í heild en ekki gera hann að söluvöru. Telur Stewart það engu skipta hvort dýr sem þessi, sem sitja fyrir, hafi alist upp í haldi manna eða verið veidd í náttúrunni. „Álagið er gríðarlegt þegar þessi dýr eru neydd til að sitja fyrir á myndum,“ segir hann í yfirlýsingu frá samtökunum. „Og með því að nýta tígrisdýrin sem uppstillta leikmuni hvetur herferð sem þessi neytendur Gucci til að koma þannig fram við þau.“

Á móti lýsir Gucci því yfir að fulltrúar dýraverndunarsamtakanna **AHA hafi verið viðstaddir myndatökuna til þess einmitt að allt færi sem réttast fram.

Aðspurðir gátu þeir staðfest að dýrið hefði verið sallarólegt og makindalegt er myndatakan fór fram en þrátt fyrir þær staðfestingar sitja talsmenn WAP fastir við sinn keip og halda því fram að þeir telji AHA, yfir tíðina, ekki hafa staðið undir yfirlýstu hlutverki sínu sem umhyggjusamir dýraverndunarsinnar.


*(World Animal Protection)
** (American Humane Association)

Skylt efni: tíska dýravernd

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...