Árlegt hrútaþukl á Raufarhöfn
Höfundur: GBJ
Laugardaginn 7. október var Hrútadagurinn á Raufarhöfn. Þar komu bændur og búalið saman til að gera sér glaðan dag og þukla á lambhrútum sem ganga kaupum og sölum.
Dagskrá var með nokkuð hefðbundnu sniði en auk hrútasölunnar var stígvélakast, fegurðarsamkeppni gimbra, smalahundasýning og fleira. Um kvöldið var síðan skemmtun í félagsheimilinu Hnitbjörgum þar sem hinn góðkunni Laddi skemmti fólki, og hljómsveitin Legó spilaði undir dansi fram á nótt.