Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 7. febrúar 2020

ASÍ mun fylgjast með vöruverði innlendra og innfluttra búvara

Höfundur: smh
Í lok janúar skrifuðu fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir samning sem felur í sér að gerðar verði mánaðarlegar verðkannanir á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum.
 
Tilgangurinn er að fylgjast með hvort neytendur njóti ávinningsins af hagkvæmara tollaumhverfi sem innflutningsfyrirtækin njóta nú eftir að breytingar voru gerðar á því í desember síðastliðnum. 
 
Þau Kristján Þór Júlíusson sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, skrifuðu undir samninginn, en þar er kveðið á um að niðurstöðunum sé skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrsluformi 1. október 2020.
 
Lægsta samþykkta tilboðið
 
Í breytingunum, sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta, var markmiðið meðal annars að lækka vöruverð á innfluttum búvörum. Í breytingunum felst að stuðst verður við svokallað jafnvægisútboð; að lægsta samþykkta tilboð í útboði ákvarðar verð allra samþykktra tilboða. Allir sem fá úthlutað tollkvóta greiða fyrir hann það verð sem lægsta samþykkta tilboðið hljóðaði upp á.
 
Tekjur ríkisins dragast saman um hundruð milljóna króna á ári
 
Er áætlað að með breytingunum muni tekjur í ríkissjóð vegna slíkra útboða dragast saman um 240–590 milljónir króna á ári. 
 
„Við höfum einfaldað laga­umhverfið um úthlutun tollkvóta og gert breytingar til að auka fyrirsjáanleika sem eiga að skila sér til hagsbóta fyrir neytendur, dreifingaraðila og framleiðendur.  Nú þarf að fylgja því eftir enda er mikilvægt að stuðla að því að lækkaðar álögur á vörur skili sér í lægra verði til neytenda,“ sagði Kristján Þór Júlíusson við undirskrift samningsins.
 
Verðlagseftirlit ASÍ
 
ASÍ hefur sinnt verðlagseftirliti um árabil, sérstaklega á matvörumarkaði, en markmið þess er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...