Asparglyttan komin á kreik
Asparglyttan er komin á kreik. Kvikindið sem á latínu kallast Phratora vitellinae fannst í fyrsta sinn hér á landi vorið 2006. Ekki er vitað hvernig hún barst til landsins. Asparglytta er þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu.