Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Fréttir 23. desember 2019

Átján áttir í Norðurfirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkrar skemmdir urðu í Árneshreppi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Klæðning losnaði af vélageymslu gamla prestssetursins í Árnesi og hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði fór illa og liggur undir skemmdum.

Valgeir Benediktsson í Árnesi í Trékyllisvík segir að talsvert hafi gengið á í Árneshreppi í veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. „Rafmagnið fór strax um kvöldið og komst ekki á fyrr en tveimur dögum seinna. Svo urðu talsverða skemmdir á útihúsum og skáli Ferðafélagsins í Norðurfirði fór illa.“

Valgeir Benediktsson. Mynd / VH

Laus klæðing og þakplötur

„Satt best að segja var veðrið mjög slæmt hér. Klæðningin og nokkrar þakplötur losnuðu á vélageymslu prestssetursins og það fóru nokkrir plastgluggar norðanmegin í fjárhúsinu hjá okkur en þar sem það er ekkert fé í húsunum var engum skepnum hætta búin.“

 

Þegar Valgeir er spurður hvort það sé rétt að margar rúður í Finnbogastaðaskóla hafi brotnað í veðrinu svarar hann að það sé rétt að margar rúður í skólanum séu brotnar en að það stafi ekki af veðrinu. „Skólinn var glerjaður í sumar og rúðurnar hafa verið að brotna smám saman vegna einhvers galla í framleiðslunni og þær voru meira að segja farnar að brotna áður en skólinn var glerjaður.“

Hús Ferðafélagsins skemmdist illa

Valgeir segir að Norðurfjörður geti verið veðravíti þegar svona gengur. „Stundum er sagt að það geti verið átján áttir í Norðurfirði í vondum veðrum og aldrei að vita úr hvaða átt næsta hviða kemur. Hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði skemmdist illa í veðrinu. Bíslag sem var búið við húsið fékk á sig slæma hviðu og þakið á því með sperrum og öllu saman fauk út í veður og vind og þannig opið inn í húsið. Auk þess sem eitthvað er farið af járnplötum af þaki gamla hússins og húsið í stórhættu.

Ekki eru nema ellefu manns sem hafa vetursetu í Árneshreppi og búa þar allt árið. Að sögn Valgeirs eru flestir bæir og hús þar sem búið er allt árið með vararafstöð og því ekki hundrað í hættunni þótt rafmagnið fari.

Gámur sem þjónaði sem snyrtiaðstaða fyrir ferðaþjónustuna í Finnbogastaðaskóla færðist til um nokkra metra í veðrinu. Mynd / VB.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...