Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Fréttir 23. desember 2019

Átján áttir í Norðurfirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkrar skemmdir urðu í Árneshreppi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Klæðning losnaði af vélageymslu gamla prestssetursins í Árnesi og hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði fór illa og liggur undir skemmdum.

Valgeir Benediktsson í Árnesi í Trékyllisvík segir að talsvert hafi gengið á í Árneshreppi í veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. „Rafmagnið fór strax um kvöldið og komst ekki á fyrr en tveimur dögum seinna. Svo urðu talsverða skemmdir á útihúsum og skáli Ferðafélagsins í Norðurfirði fór illa.“

Valgeir Benediktsson. Mynd / VH

Laus klæðing og þakplötur

„Satt best að segja var veðrið mjög slæmt hér. Klæðningin og nokkrar þakplötur losnuðu á vélageymslu prestssetursins og það fóru nokkrir plastgluggar norðanmegin í fjárhúsinu hjá okkur en þar sem það er ekkert fé í húsunum var engum skepnum hætta búin.“

 

Þegar Valgeir er spurður hvort það sé rétt að margar rúður í Finnbogastaðaskóla hafi brotnað í veðrinu svarar hann að það sé rétt að margar rúður í skólanum séu brotnar en að það stafi ekki af veðrinu. „Skólinn var glerjaður í sumar og rúðurnar hafa verið að brotna smám saman vegna einhvers galla í framleiðslunni og þær voru meira að segja farnar að brotna áður en skólinn var glerjaður.“

Hús Ferðafélagsins skemmdist illa

Valgeir segir að Norðurfjörður geti verið veðravíti þegar svona gengur. „Stundum er sagt að það geti verið átján áttir í Norðurfirði í vondum veðrum og aldrei að vita úr hvaða átt næsta hviða kemur. Hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði skemmdist illa í veðrinu. Bíslag sem var búið við húsið fékk á sig slæma hviðu og þakið á því með sperrum og öllu saman fauk út í veður og vind og þannig opið inn í húsið. Auk þess sem eitthvað er farið af járnplötum af þaki gamla hússins og húsið í stórhættu.

Ekki eru nema ellefu manns sem hafa vetursetu í Árneshreppi og búa þar allt árið. Að sögn Valgeirs eru flestir bæir og hús þar sem búið er allt árið með vararafstöð og því ekki hundrað í hættunni þótt rafmagnið fari.

Gámur sem þjónaði sem snyrtiaðstaða fyrir ferðaþjónustuna í Finnbogastaðaskóla færðist til um nokkra metra í veðrinu. Mynd / VB.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...