Auðhumla lækkar verð fyrir umframmjólk um níu krónur
Auðhumla hefur tilkynnt um að verð fyrir umframmjólk verði 20 krónur á lítrann frá 1. ágúst næstkomandi. Áfram verði greitt eftir gæðum og verðefnum eins og áður.
Verðið lækkar úr 29 krónum, en ástæðurnar eru þungar aðstæður á erlendum mörkuðum og lágt verð, samkvæmt tilkynningunni. „Langan tíma tekur að afsetja vörur á erlendan markað auk þess sem COVID-19 hefur mikil áhrif,“ segir í tilkynningu Auðhumlu.
Uppbætur verði greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram.