Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Auka þarf nýliðun í sauðfjárrækt
Fréttir 20. nóvember 2015

Auka þarf nýliðun í sauðfjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings. Skýrsluhöfundar segja meðal annars að vöxtur og viðgengi sauðfjárræktar í landinu sé háð því að eðlileg nýliðun eigi sér stað.

„Bæði þannig að það komi einhverjir í stað þeirra sem hætta og eins hitt að aðrir rekstraraðilar komi í stað þeirra sem staðnað hafa og dugmeiri einstaklingar komi inn með nýja þekkingu svo framleiðni aukist til samræmis við það sem gerist á þeim svæðum og í löndum sem keppt er við.

Í seinna tilvikinu ætti ársverkum í greininni að fækka ef heildarframleiðslumagn atvinnugreinarinnar er ekki að aukast og því mögulegt að nettónýliðun verði neikvæð, jafnvel þótt heildarframleiðslumagn atvinnugreinarinnar sé ekki að dragast saman og því bara teikn um að um aukna framleiðni sé að ræða.“

Skýrslan  er unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í tengslum við undirbúning endurnýjunar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárframleiðslu.

Samlegðaráhrif

Samhliða er bent á að nábýli við aðra bændur í sömu grein skapi samlegðaráhrif og að ýmis störf eins og smölun og jafnvel heyskap vinnist betur og að minni hætta sé á félagslegri einangrun og að það auki öryggi að búa í nábýli.

„Á vissan hátt má líka segja að ferðaþjónusta á fáförnum landsvæðum þrífist ekki nema að viðkomandi fjölskylda byggi afkomu sína á öðru líka og því mikilvægt að byggðin verði ekki of gisin til þess að hægt sé að bjóða ferðamönnum aðgengi að sem flestum náttúruperlum landsins til þess að dreifa álagi og átroðningi landfræðilega.“

Nýliðun meiri fjær höfuðborginni

Niðurstaða skýrsluhöfunda varðandi nýliðun í sauðfjárbúskap á landinu er að hún er meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborginni. Líkleg ástæða þess er sögð sú að jarðir séu dýrastar í nágrenni höfuðborgarinnar.

Brottfall meira hjá ungu fólki

Á óvart kemur að brotthvarf er meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri.

„Það getur tengst kynslóðaskiptum í bændastétt og því að bændur sitji lengi á jörðum sínum.“ Slíkt getur tengst því að nýliðar þurfa að skuldsetja sig mikið og færð eru rök fyrir því seinna í skýrslunni að yngra fólk sé líklegra til að fá lakari lánskjör en þeir sem eldri eru.

„Ungir bændur eru því líklegri til að hrökklast úr greininni vegna of mikillar skuldabyrði en þeir sem eldri eru."

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...