Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pólskir bændur og stuðningsmenn mótmæltu ofríki ESB og þrömmuðu undir merkjum samstöðu að forsætisráðuneytinu í Varsjá.
Pólskir bændur og stuðningsmenn mótmæltu ofríki ESB og þrömmuðu undir merkjum samstöðu að forsætisráðuneytinu í Varsjá.
Mynd / Joanna Bojczewska / Land Workers Alliance
Fréttir 23. mars 2015

Bannað að selja þjóðlegan pólskan mat beint frá býli

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Pólskir bændur skoruðu í fyrri viku á forsætisráðherra Póllands að taka upp hanskann til stuðnings pólskum bændum sem höfðu mótmælt í heila viku fyrir utan höll forsætisráðherra í Varsjá. 
 
Áskorunin var send 25. febrúar síðastliðinn og ástæða hennar er að vegna ofurstrangra reglugerða ESB fái pólskir bændur ekki lengur að selja heimaunnar þjóðlegar afurðir sínar (beint frá býli).  Þjóðlegir réttir Pólverja séu nú orðnir ólöglegir samkvæmt skilgreiningum Evrópusambandsins. Til að leggja áherslu á áskorunina sendu bændur ráðherranum körfu fulla af „ólöglegum“ pólskum mat. 
 
Greint var frá þessu á vefsíðu Bandalags landbúnaðarverka­manna í Bretlandi (Land Workers Alliance). Þar kom m.a. fram að um 6.000 bændur af fjölskyldubúum vítt og breitt um Pólland þrömmuðu inn í Varsjá í byrjun febrúar og lögðu undir sig svæði fyrir utan forsætisráðuneytið. Þar héldu þeir til í meira en viku til að mótmæla reglugerðaofríki ESB. Stuðningsmenn bændanna komu með gæðavörur beint frá býli á markað sem starfræktur var á svæðinu og kallaður „Green City“.
 
Bændurnir nutu mikils stuðnings í aðgerðum sínum m.a. frá kolanámumönnum, samtökum býflugnaræktenda og hjúkrunarkvenna sem voru jafnframt í verkfalli. 
 
Þá mótmæltu bændur á að minnsta kosti 50 stöðum vítt og breitt um Pólland og lokuðu meðal annars hraðbraut 2 inni í Varsjá með 150 dráttarvélum. 
 
Reynt að gera baráttu bænda tortryggilega
 
Allt hefur verið reynt til að koma í veg fyrir umfjöllun fjölmiðla af málinu og reynt að afvegaleiða hana á þann hátt að kröfur bændanna snerust um allt annað mál. Meðal annars var reynt að beina umræðunni í þann farveg að málið snerist um óánægju bænda með ágang villtra svína. Ekki þarf að fjölyrða um að fréttir af þessum viðburði, frekar en mörgum öðrum á svipuðum nótum í vetur, m.a. í Frakklandi, hafa ekki þótt tilefni til umfjöllunar í íslenskum miðlum.  
 
„Já við alvörufæðu frá bóndabæjum“
 
Pólskir bændur sem mótmæltu fyrir framan ráðuneytið létu þó engan bilbug á sér finna og voru þar undir merkjum samstöðu og borðum sem á stóð „No to GMO“, „No to land grabs“ og YES to real farm foods“, sem útleggja má  sem; „Nei við erfðabreyttum mat“, „Nei við landráni“ og „Já við alvörufæðu frá bóndabæjum“. 
 
Mótmæli við landráninu eru ekki að ástæðulausu því frá og með næsta ári mun erlendum fyrirtækjum og einstaklingum vera heimilt samkvæmt lögum ESB að kaupa allt það land sem þeim sýnist í Póllandi. Þá er með lögum ESB verið að gera pólskum bændum ókleift að keppa við stórframleiðendur þar sem óheimilt verður að selja beint frá býli hefðbundnar óunnar matvörur. Þá vilja bændurnir að bann verði lagt við ræktun, þróun og sölu erfðabreyttra lífvera í Póllandi. 
 
Sögðu bændur að með þessum mótmælum væri í raun verið að draga síðustu víglínuna í baráttunni gegn samsæri fyrirtækja- og stjórnvalda um að  yfirtaka pólskan landbúnað. Slík stefna muni einungis leiða til eyðileggingar á sjálfbærni fæðukeðjunnar og möguleikum bænda til að framfleyta sér. 

8 myndir:

Skylt efni: beint frá býli | Pólland

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...