Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla
Fréttir 26. apríl 2022

Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB), sunnudaginn 24. apríl, var samþykkt að BFB yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

Í tilkynningu frá SSFM kemur fram að aðildarfélög þess séu áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. Með aðildinni öðlast félagsmenn BFB öll þau réttindi og skyldur sem fullgildir félagsmenn SSFM hafa.

Oddný Anna Björnsdóttir verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Stjórnir félaganna áætla að funda að lágmarki tvisvar á ári tengt áætlanagerð, en stefnumótandi markmið og aðgerðaáætlun verða sameiginleg.

Við undirskrift samningsins voru þegar 21 af 54 félagsmönnum BFB einnig félagsmenn í SSFM og bættust því við 33 félagsmenn við félagaskrá SSFM, sem telur nú á þriðja hundrað og 112 á lögbýli.

Eitt aðildargjald fyrir bæði félög

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að félagsmenn BFB muni aðeins þurfa að greiða eitt aðildargjald fyrir aðild að báðum félögum, sem er 20.000 krónur, og renna 17.500 krónur inn í sameiginlegan rekstur félaganna. Þegar félögin sameinast um að sækja um styrki, skrifa umsagnir, áskoranir, þátttöku á fundum, ráðstefnum, sýningum og svo framvegis verður það í nafni beggja félaga.

Félagsmönnum í SSFM sem eru á lögbýlum, en eru ekki félagsmenn í BFB, verður boðin aðild að BFB sem kostar þá aðeins 2.500 krónur aukalega. Í gegnum hana geta þeir meðal annars sett gæðamerki félagsins, Beint frá býli - frá fyrstu hendi, á vörur sínar að uppfylltum skilyrðum og notað merki félagsins og hugtakið „beint frá býli“ í markaðssetningu og selt vörur sínar í gegnum pöntunarsíðu félagsins, www.beintfrabyli.is sem var endurgerð árið 2020.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...