Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Benjy tvíkynhneigður
Fréttir 24. júlí 2015

Benjy tvíkynhneigður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tuddinn Benjy sem bjargað var frá slátrun á síðasta ári vegna þess að hann var talinn samkynhneigður er farinn að halla sér að kvígunum.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu var undaneldistuddanum Benjy bjargað frá slátrun eftir að kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á mökum við önnur naut en kýrnar sem hann átti að kelfa.

Talsvert fár varð þegar fréttist að til stæði að slátra tuddanum og breyta honum í Benjy-borgara vegna kynhvatar sinnar. Hófst söfnun sem ætlað var að tryggja að nautinu yrði ekki slátrað og það endaði sem hamborgari en fengi þess í stað að eyða ævinni á friðlandi fyrir dýr.

Söfnunin gekk vonum framar og á skömmum tíma söfnuðust hátt í 9 þúsund pund fyrir Benjy og tuddinn var fluttur í ný heimkynni. Sögur herma að rómantíkin hafi blasað við Benjy strax efir að hann kom á nýja heimilið og hitti þar ársgamlan tudda sem kallast Alex.

Þrátt fyrir að klippt hafi verið á pípurnar og tuddinn þannig gerður ófrjór skömmu eftir að hann var fluttur í athvarfið hefur komið í ljós að hann er ekki við eina fjölina felldur og undanfarið hefur Benjy sýnt beiðandi kvígum mun meiri áhuga en Alex.

Skylt efni: Benjy

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...