Bjargráðasjóður undir Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Frá og með 3. mars næstkomandi mun umsýsla með Bjargráðasjóði færast frá Bændasamtökum Íslands til Náttúruhamfaratrygginga Íslands, samkvæmt samningi við matvælaráðuneytið.
Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands.
Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Hlutverk hans er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar beint tjón af völdum náttúruhamfara, meðal annars vegna tjóns á girðingum og vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka og kals.
Fjárhagsaðstoð sjóðsins felst í veitingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í samræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins.