Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á síðasta ári var yfirskrift ráðstefnu á vegum Matvælalandsins Íslands: Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?
Á síðasta ári var yfirskrift ráðstefnu á vegum Matvælalandsins Íslands: Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?
Mynd / HKr.
Fréttir 13. maí 2015

Boðið til ráðstefnu um útflutning matvæla og verðmætasköpun í matvælageiranum

Höfundur: Ragnheiður Héðinsdóttir forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins
Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland býður til opinnar ráðstefnu um tækifæri í útflutningi matvæla fimmtudaginn 21. maí á Hótel Sögu kl. 12–16. Að samstarfinu standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar,  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í þessum samtökum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Útflutningur – til mikils að vinna. 
 
Sami hópur hefur áður staðið fyrir tveimur fjölsóttum og vel heppnuðum ráðstefnum. Árið 2013 stóð samstarfshópurinn fyrir ráðstefnunni Matvælalandið Ísland – fjársjóður framtíðar þar sem fjallað var almennt um þau tækifæri sem felast í aukinni framleiðslu og sölu á matvælum. Á síðasta ári var yfirskrift ráðstefnunnar Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn? og áhersla lögð á matartengda ferðaþjónustu og sölu íslenskra matvæla til erlendra ferðamanna hér á landi. 
 
Útflutningur íslenskra matvæla
 
Íslendingar hafa framleitt og flutt út matvæli – einkum fisk – í margar aldir og skapað sér þannig lífsviðurværi og aukin lífsgæði. Í dag skipta gjaldeyristekjur sem byggja á hráefnisauðlindum lands og sjávar enn gífurlega miklu máli fyrir lífsgæði Íslendinga. Verðmæti útfluttra matvæla árið 2013 var tæplega 300 milljarðar króna sem vegur þungt í heildargjaldeyrisöflun Íslendinga. Til viðbótar má nefna að kortavelta erlendra ferðamanna af veitingaþjónustu árið 2014 var 12,2 milljarðar króna, en það er aðeins hluti af matvælatengdum tekjum  sem hljótast af erlendum ferðamönnum. 
 
Útflutningur – til mikils að vinna
 
Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir.
 
Efni ráðstefnunnar er tvískipt. Í fyrri hluta fjalla sérfræðingar um þá vinnu sem þarf að inna af hendi áður en ráðist er í útflutning. Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu fjallar um mikilvægi þess að marka sér skýra stefnu áður en haldið er af stað og framfylgja henni. Jón Georg Aðalsteinsson hefur rekið umboðsfyrirtæki fyrir íslenskar vörur á meginlandi Evrópu um árabil og þekkir vel þær kröfur sem erlendir kaupendur gera. Hann mun miðla af þeirri reynslu sinni. Hrönn Jörundsdóttir og Arnljótur Bjarki Bergsson hjá Matís hafa víðtæka reynslu við að meta gæði matvæla og rannsaka umhverfisaðstæður ásamt því að aðstoða fyrirtæki við vöruþróun og nýsköpun fyrir innlenda og erlenda markaði. Þau munu fjalla um þetta efni í sínu erindi.
Í síðari hluta ráðstefnunnar koma nokkur fyrirtæki úr ólíkum greinum, sem náð hafa árangri á erlendum mörkuðum, og miðla af reynslu sinni af útflutningi matvæla, hindrunum sem þarf að yfirstíga og lykilárangursþáttum. 
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna en Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins flytur samantekt í lokin. Fundarstjóri er Alda Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood. 
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...