Brauðverð Egypta í hæstu hæðum
Yfirvöld í Egyptalandi hafa sett fast markaðsverð á brauði til að stemma stigu við hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Moustafa Madbouly forsætis-ráðherra setti fast verð á kíló af óniðurgreiddu brauði í 11,5 egypsk pund, sem samsvarar tæpum 85 íslenskum krónum. Verð á brauði hefur hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum þar í landi og var nær 20 krónum fyrir innrásina.
Egyptaland er einn stærsti innflytjandi hveitis í heiminum, enda er brauð undirstöðufæða meðal bæði ríkra og sér í lagi fátækra þar í landi. Lágt verð á brauði skiptir því meginmáli og er niðurgreitt af ríkinu.
Egyptar flytja stærsta hluta hveitis inn frá Úkraínu og Rússlandi.