Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 14. febrúar 2018

Breytingar í stofnstærð hafa áhrif á kynskipti rækju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ýmsar tilgátur sé uppi um hvað hefur áhrif á aldur við kynskipti, má þar nefna stærð hennar, þéttleikaháða þætti, svo sem stofnstærð, eða umhverfisþætti eins og hitastig.

Í nýlegri grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Jónas P. Jónasson, birtu í tímaritinu ICES Journal of Marine Science var fjallað um það hvort breytingar í stofnstærð hafi áhrif á það hvenær rækja skiptir um kyn. Þetta var skoðað í þremur rækjustofnum við Ísland, Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði.

Ástæðan fyrir því að þessir stofnar voru valdir var sú að fyrir norðan, í Húnaflóa og Öxarfirði, voru rækjustofnarnir stórir fyrir síðustu aldamót, en þá minnkuðu þeir snögglega og hafa verið litlir alla tíð síðan. Hins vegar hefur stofnstærð rækju í Arnarfirði verið stöðugri í gegnum tíðina. Þessar snöggu breytingar í stofnstærð fyrir norðan höfðu það í för með sér að rækjan skiptir ári fyrr um kyn.

Þar finnast nú færri árgangar karldýra og þar að auki hefur hámarksstærð hennar minnkað. Hins vegar skiptir rækja ekki fyrr um kyn í Arnarfirði. Því geta snöggar og miklar breytingar í stofnstærð leitt til þess að rækja skiptir fyrr um kyn. Þetta gæti meðal annars haft neikvæð áhrif á heildarfrjósemi rækjustofnsins, þar sem minni rækjur framleiða færri egg. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...