Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 14. febrúar 2018

Breytingar í stofnstærð hafa áhrif á kynskipti rækju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ýmsar tilgátur sé uppi um hvað hefur áhrif á aldur við kynskipti, má þar nefna stærð hennar, þéttleikaháða þætti, svo sem stofnstærð, eða umhverfisþætti eins og hitastig.

Í nýlegri grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Jónas P. Jónasson, birtu í tímaritinu ICES Journal of Marine Science var fjallað um það hvort breytingar í stofnstærð hafi áhrif á það hvenær rækja skiptir um kyn. Þetta var skoðað í þremur rækjustofnum við Ísland, Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði.

Ástæðan fyrir því að þessir stofnar voru valdir var sú að fyrir norðan, í Húnaflóa og Öxarfirði, voru rækjustofnarnir stórir fyrir síðustu aldamót, en þá minnkuðu þeir snögglega og hafa verið litlir alla tíð síðan. Hins vegar hefur stofnstærð rækju í Arnarfirði verið stöðugri í gegnum tíðina. Þessar snöggu breytingar í stofnstærð fyrir norðan höfðu það í för með sér að rækjan skiptir ári fyrr um kyn.

Þar finnast nú færri árgangar karldýra og þar að auki hefur hámarksstærð hennar minnkað. Hins vegar skiptir rækja ekki fyrr um kyn í Arnarfirði. Því geta snöggar og miklar breytingar í stofnstærð leitt til þess að rækja skiptir fyrr um kyn. Þetta gæti meðal annars haft neikvæð áhrif á heildarfrjósemi rækjustofnsins, þar sem minni rækjur framleiða færri egg. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...