Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt.
Fréttir 27. janúar 2022

Brislingur er farinn að veiðast við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brislingur er fisktegund sem er farinn að veiðast í auknum mæli við landið. Í nýlegu hefti Náttúrufræðingsins er grein um fisktegundina og þar segir að hún hafi fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá árinu 2017.

Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hingað til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hefur nú fundist víða við sunnan- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar veiddist brislingur í fyrsta skipti við Ísland í ágúst 2017. Einungis einn fiskur veiddist og var hann 15 sentímetra langur og fékkst á 20 metra dýpi undan Eyjafjallasandi.

Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt, verður sjaldnast stærri en 16 sentímetrar. Hann líkist smásíld, en er auðgreindur frá síld á því að kviðrönd er með þunnan, snarp­tenntan kjöl og rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum.

Brislingur er uppsjávarfiskur á grunnsævi, oft nærri ströndum og þolir vel seltulítinn sjó.

Útbreiðslan er víðáttumikil á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einkum innan 50 m dýptarlínu. Hún nær frá

Atlantshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Þá finnst hann í Miðjarðarhafi, Adríahafi og Svartahafi.

Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerfinu í Eystrasalti og Norðursjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...