Brúsastaðir afurðahæsta kúabúið í Austur-Húnavatnssýslu
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúændur og hestamenn í Austur- Húnavatnssýslu komu saman nýverið og gerðu sér glaðan dag á Blönduósi. Á samkomunni voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur.
Afurðahæstu kúabúin í sýslunni voru Brúsastaðir, með 7896 kg 49,3 árskýr, Steinnýjarstaðir 7095 kg 39,9 árskýr og Hnjúkur 6844 kg 43,4 árskýr. Afurðahæsta kýrin var, Bára 506 Brúsastöðum 10.496 kg prótein 3,23 fita 4,08. Þá kom Branda 571 einnig á Brúsastöðum 10367 kg prótein 3,39 fita 3,86 og í þriðja sæti, Döggfrá Hnjúki 10257 prótein 3,59 fita 4,36.
Hæst dæmda kýrin var Pollýanna 624 á Brúsastöðum, en þar er reiknað saman útlitsdómur og kynbótamat. Þyngsta nautið var nr 369 frá Syðri-Löngumýri, 483 kg og 798 daga gamalt.
Þetta er annað árið í röð sem Brúsastaðir er afurðahæsta kúabúið á landinu.