Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búvörusamningarnir bíða haustþings
Fréttir 3. júní 2016

Búvörusamningarnir bíða haustþings

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ekki náðist að klára vinnu og samþykkja búvörusamningana á Alþingi fyrir þingfrestun. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að stefnt sé að því að samþykkja samningana fyrir kosningar á haustþingi sem hefst 15. ágúst. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það mikil vonbrigði að þingið hafi ekki klárað málið og það setji greinina í óvissu.

Heyrst hefur að ein ástæða þess að ekki sé búið að samþykkja lögin sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji tengja atriði í nýjum tollalögum við búvörusamninginn.

Skaðlegt fyrir landbúnaðinn

„Auðvitað eru það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að ganga frá búvörusamningnum fyrir þinglok og skaðlegt fyrir landbúnað í landinu, segir Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Rekstur í landbúnaði þarf lengri fyrirvara til ákvörðunartöku en margar aðrar starfsgreinar.  Það að starfsemin skuli vera sett í óvissu um hvað gerist um næstu áramót í nokkra mánuði til viðbótar er afleitt.“

Sigurður segir að þrátt fyrir að ekki hafi verið gefnar neinar formlegar skýringar á því hvers vegna ekki var gengið frá samningnum fyrir þinglok þá telji hann það tengjast ágreiningi um samþykkt tollasamningsins við Evrópusambandið.

„Tollasamningurinn kom seinna fram á Alþingi en búvörusamningurinn og stutt síðan hann var sendur út til umsagnar og því alveg ljóst að hann var ekki tilbúinn til afgreiðslu fyrir þingfrestun. Ég veit að það eru sjónarmið sumra þingmanna, einkum innan Sjálfstæðisflokksins, að það eigi að afgreiða búvörulögin og tollasamninginn samhliða.

Við hjá Bændasamtökum Íslands ætlumst einfaldlega til þess að búvörusamningurinn verði samþykktur og málið klárað þegar þingið kemur aftur saman fyrst það tókst ekki að gera það fyrir þingfrestunina núna.

Ég efast reyndar ekki um að það verði gert og að við getum treyst því að undirskriftir ráðherra í ríkisstjórninni standi og að búvörusamningarnir verði samþykktir á starfstíma þessarar ríkisstjórnar,“ segir Sigurður.

Samþykktur fyrir kosningar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við Bændablaðið að búvörulögin væru stórt mál og mikil vinna að fara í gegnum þau. Hann segir að einhverjir séu þeirrar skoðunar að búvörulögin hafi ekki verið samþykkt vegna þess að sumir Sjálfstæðismenn vilji spyrða búvörusamningana og ný tollalög saman en langt frá því að allir séu á þeirri skoðun.

„Mín skoðun er sú að það sé margt í búvörusamningunum sem tengist til dæmis ýmsum hækkunum á tollflokkum í tollasamningnum og því um ákveðið samspil að ræða.

Hvað vinnu í sambandi við búvörusamninginn í atvinnuveganefnd varðar réði ferðinni að mikið var um gestakomur til nefndarinnar vegna hans. Ég reikna með að vinnu vegna umsagna um samninginn ljúki í fljótlega og að við náum endanlega utan um málið í framhaldi af því.

Þing kemur væntanlega saman aftur snemma í ágúst og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að búvörusamningurinn verði kláraður þá og samþykktur fyrir kosningar. Við stefnum að minnsta kosti að því og ekkert annað í boði,“ segir Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Skylt efni: Búvörusamningur | Alþingi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...