Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Byggja upp stórframleiðslu á alifuglum og eggjum
Fréttir 10. apríl 2015

Byggja upp stórframleiðslu á alifuglum og eggjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á AgroFarm, ráðstefnu sem haldin var í Moskvu í Rússlandi nú í febrúar, kom fram að Rússar ætla sér að verða sjálfum sér nægir í framleiðslu á alifuglakjöti og eggjum.

Greinilegt er að fæðuöryggi skiptir Rússa nú gríðarlegu máli með hliðsjón af viðskiptahindrunum sem settar hafa verið upp á viðskipti við Evrópuþjóðir í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu. Stóráform um kjötframleiðslu kunna þó að reynast erfið í framkvæmd í ljósi verðfalls rúblunnar og verðsveiflan á markaði. Fall rúblunnar gerir það einnig að verkum að búnaður sem kaupa þarf frá útlöndum er orðinn óheyrilega dýr.

Miklar fjárfestingar

Verið er að fjárfesta sem svarar um 400 milljónum dollara í risastóru kjúklingabúi, sláturhúsi og vinnslu í Volograd Oblast í suðurhluta Rússlands. Vinnslan verður öll í lokuðu ferli og á framleiðslan að komast í fullan gang 2017. Á kjúklingabúinu verður einnig eggjaframleiðsla og framleiðsla á dýrafóðri.

Ráðgert er að þessi framleiðslu­kjarni geti afkastað um 100 þúsund tonnum af kjúklingakjöti á ári og um 60 milljón eggjum eða um 250 þúsund tonnum. Á með þessum framkvæmdum að vera hægt að fullnægja kjötmarkaðnum á svæðinu en Krímskagi er nú orðinn hluti af því markaðssvæði.

Þá á, samhliða kjúklinga- og eggjaframleiðslunni, að rækta kalkúna á svæðinu. Búið er að gera samninga við fyrirtækið LCC Agroindustrial Company Volga sem áætlar að fjárfesta í kalkúnaræktinni upp á sem svarar um 40 milljónum dollara. Það snýst um framleiðslu á um 10 þúsund tonnum af kalkúnakjöti á ári. Stefnt er að því að hefja starfsemi á þessu ári.

Auk þessa hafa verið uppi áætlanir um að stórauka svínarækt. Hins vegar hafa verið uppi efasemdir um að slíkt muni standa undir sér og hefur eitt stærsta landúnaðarfjárfestingafélag Rússlands, Agro-Beogorie, sett aukningu í svínaræktinni í bið. Ástæðan er sögð fall rúblunnar og þar af leiðandi stórhækkað verð á aðkeyptum búnaði frá útlöndum.

Skylt efni: Fæðuörrygi | Rússland

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...