Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Covid og kannabis
Fréttir 2. febrúar 2022

Covid og kannabis

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samkvæmt nýlegum rannsóknum vísindamanna Oregon State-háskóla Bandaríkjanna, hefur komið fram að efnasambönd hampplöntunnar geti mögulega komið í veg fyrir útbreiðslu veirunnar Covid-19.

Efnasamböndin cannabigerolic sýra, eða CBGA, og cannabidiolic sýra, eða CBDA, geti með því að bindast gaddapróteinum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur Covid-19, minnkað möguleika eða jafnvel komið í veg fyrir framgengi smita og sýkingu.

(SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome, eða á íslensku; heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu.)
Rannsókninni er stýrt af vísindamanninum Richard van Breemen, en hann telur gögn er komið hafa fram sýna jákvæð áhrif CBDA og CBGA gegn þeim tveimur afbrigðum Covid-veirunnar sem rannsökuð voru – og vonast sé til þess að sú virkni nái til annarra núverandi og framtíðarafbrigða.

Þótt frekari rannsókna sé þörf lítur út fyrir að hægt sé að þróa lyf sem kemur þá í veg fyrir eða meðhöndlar Covid-19 með því að hindra inngöngu veirunnar og jafnvel í bland við bólusetningar ætti sú meðferð að verða til þess að aðstæður verði veirunni afar krefjandi. Van Breemen tekur fram að enn geti þó ónæm afbrigði komið upp en líklegt sé að þau eigi þá erfitt með að dreifa sér.

Nánari upplýsingar má lesa á vefsíðu Forbes, www.forbes.com og ef lesendur eru forvitnir um jákvæð áhrif kannabisplöntunnar í tengslum við Covid-19 má sjá grein á vefsíðu Open Access Government www.openaccessgovernment.org, sem sett var inn fyrir ári síðan.

Skylt efni: Covid kannabis

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...