Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von
Fréttir 14. október 2014

Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 10.000 afbrigði nytjaplantna frá um 100 löndum voru nýlega send til varðveislu í fræhvelfingunni á Svalbarða. Varðveisla erfðaefnis er gríðarlega mikilvægt til að tryggja fæðuöryggi í framtíðinni.

Í sendingunni er meðal annars að finna fjölda afbrigða af plöntum eins og hveiti, bygg, maís, jarðhnetum, ýmissa austurlenskra ávaxtaplantna og grænmetis frá Afríku. Í hvelfingunni eru fyrir fræ af um 850.000 afbrigðum plantna sem geyma í sér þúsunda ára ræktunarsögu.

Afbrigðin sem fara til geymslu núna eru meðal annars frá löndum Búlgaríu, Kólumbíu, Indland og Taívan.

Undanfarna áratugi hafa loftslagsbreytingar, eyðing búsvæða, ófriður, mengum og einræktun gert það að verkum að fjöldi ræktunarafbrigða hefur dregist saman og sum jafnvel dáið út. Frægeymslunni á Svalbarða, sem gengur undir nafninu Dómsdagshvelfingin, er ætlað að varðveita fágæta stofna nytjaplantna svo hægt sé að grípa til þeirra við kynbætur plantna í framtíðinni gerist þess þörf.
 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...