Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von
Fréttir 14. október 2014

Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 10.000 afbrigði nytjaplantna frá um 100 löndum voru nýlega send til varðveislu í fræhvelfingunni á Svalbarða. Varðveisla erfðaefnis er gríðarlega mikilvægt til að tryggja fæðuöryggi í framtíðinni.

Í sendingunni er meðal annars að finna fjölda afbrigða af plöntum eins og hveiti, bygg, maís, jarðhnetum, ýmissa austurlenskra ávaxtaplantna og grænmetis frá Afríku. Í hvelfingunni eru fyrir fræ af um 850.000 afbrigðum plantna sem geyma í sér þúsunda ára ræktunarsögu.

Afbrigðin sem fara til geymslu núna eru meðal annars frá löndum Búlgaríu, Kólumbíu, Indland og Taívan.

Undanfarna áratugi hafa loftslagsbreytingar, eyðing búsvæða, ófriður, mengum og einræktun gert það að verkum að fjöldi ræktunarafbrigða hefur dregist saman og sum jafnvel dáið út. Frægeymslunni á Svalbarða, sem gengur undir nafninu Dómsdagshvelfingin, er ætlað að varðveita fágæta stofna nytjaplantna svo hægt sé að grípa til þeirra við kynbætur plantna í framtíðinni gerist þess þörf.
 

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...