Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Draumurinn um landamæralausa Evrópu sagður vera úr sögunni
Fréttir 13. desember 2019

Draumurinn um landamæralausa Evrópu sagður vera úr sögunni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Í danska blaðinu BT er sagt að draumurinn um opin landamæri og frjálst flæði fólks milli ESB landa sé þar með úr sögunni.

Þjóðverjar hófu landamæraeftirlit á tveim stöðvum við dönsku landamærin fimmtudaginn 7. nóvember. Önnur stöðin er á þjóðveginum á milli Kupfermühle í Þýskalandi og Kruså í Danmörku, og hin er á leiðinni frá Harrislee til Padborg. Við Kupfermühle voru yfir 20 landamæraverðir samkvæmt frétt Jyske Vestkysten.

Það var þýski innanríkisráðherrann, Horst Seehofer, sem fyrirskipaði hert landamæraeftirlit og er það sagt vera tímabundið.  Tímabundið landamæraeftirlit getur þó varað lengi að mati BT og bent er á að Danmörk hafi teklið upp tímabundið landamæraeftirlit við landamæri Þýskalands í janúar 2016 og það er enn í gildi.

Þýskaland var helsta barátturíkið fyrir opnum landamærum

„Það er algjört hrun svokallaðrar landamæralausrar Evrópu og ESB, að Þýskaland tekur nú upp landamæraeftirlit við landamæri landsins,“ sagði talsmaður danska þjóðarflokksins, Peter Skaarup, í samtali við B.T. bendir hann á að Þýskaland hafi verið helsti andstæðingurinn innan ESB gegn því að halda uppi eftirliti á innri landamærum ríkjanna.

Segir Skaarup að hafi menn haft trú á hugmyndafræðinni landamæralaust ESB með frjálsri för milli landanna, þá sé sú trú algjörlega brostin eftir að fólk þarf nú að fara í gegnum landamæraeftirlit á innri landamærunum.

Danska löggæslan sem og yfirvöld víðar í ESB-ríkjunum hafa varið miklum fjármunum í landamæraeftirlit á liðnum árum í kjölfar aukins straums flóttamanna og af ótta við hryðjuverk. Peter Skaarup segir þetta einfaldlega vera þann veruleika sem menn búi við í dag.

Nú sé litið á landamæraeftirlit sem mikilvægan þátt í baráttunni gegn glæpum.

Hælisumsóknarkerfi ESB talið vera í uppnámi

Þýskaland hefur tekið upp hert landamæraeftirlit í kjölfar frétta af líbönskum glæpamanni sem, þrátt fyrir bann, hafði farið inn í Þýskaland, að því er fram kom í Jyllands Posten.

Innanríkisráðherra Þýskalands hafði tjáð þýska fjölmiðlinum Bild að fólk væri að missa trúna á öllu hælisumsóknarkerfi ESB.

Fulltrúi Venstre í útlendinga- og innflytjendamálum, Mads Fuglede, segist skilja vel að Þjóðverjar séu að herða stjórn á landamærum sínum að Danmörku.

„Við lítum á það sem náttúrulegt. Að Þýskaland, eins og Danmörk, hafi áhuga á að fylgjast með því hver kemur inn og út úr landinu. Þetta er eitthvað sem við sjáum í mörgum löndum og hefur bakgrunn í hryðjuverkaógninni, “segir Mads Fuglede. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...