Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Fréttir 15. október 2022

Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Alþjóðadagur dreifbýliskvenna er 15. október og er af því tilefni haldinn hátíðlegur hjá Sameinuðu þjóðunum.

Dreifbýliskonur eru fjórðungur af mannfjölda heimsins en undir 20 prósent af landeigendum á heimsvísu eru konur. Þar sem konur í dreifbýli víða um heim vinna ólaunaða vinnu er framlag þeirra til atvinnulífsins á landsbyggðinni mjög vanmetið.

Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu. Þrátt fyrir þetta standa þær frammi fyrir viðamikilli mismunun þegar kemur að eignarhaldi á landi, búfé, jöfnum launum, aðgangi að auðlindum, lánsfé, markaði og þátttöku í ákvörðunum. Það að viðurkenna að dreifbýliskonur hafi jafna stöðu, um leið að auka aðgang þeirra að landi og öðrum auðlindum til framleiðslu, fjárfestingum, lánum, þjálfun og upplýsingum mun leggja sitt af mörkum fyrir sjálfbæra þróun.

Með því að bæta líf kvenna á landsbyggðinni er lykill að því að berjast gegn fátækt og hungri. Verði konum veitt sömu tækifæri og körlum í landbúnaði, sérstaklega í þróunarlöndum, gæti framleiðsla landbúnaðarvara aukist um 2,5 til 4 prósent í fátækustu héruðum heimsins og vannærðu fólki gæti fækkað um allt að 17 prósent

Á alþjóðadegi dreifbýliskvenna er slagorðið: „Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla“ og leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á að störf þeirra séu hvarvetna viðurkennd og krefjast þess að í dreifbýli verði jöfn tækifæri fyrir alla.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...