Drónar til sveita
Höfundur: Vilmundur Hansen
Talsvert hefur færst í vöxt að bændur nýti sér dróna til að létta sér verkin í sveitinni og spara sér sporin, til dæmis við leitir.
Drónar koma sér vel við smalamennsku og leitir og geta auðveldað gangnamönnum yfirferð í erfiðu landslagi og sparað þeim mörg sporin.
Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, er einn þeirra sem nýtir dróna við sveitastörfin. „Ég nota þá til að leita að fé og hestum, við veiðivörslu, taka myndir af túnum og girðingum og til að fjarlægjamæla vegalengdir, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef verulega góða reynslu af drónunum og hefði satt best að segja ekki getað trúað því að óreyndu hvað þeir geta hjálpað manni við búskapinn,“ segir Halldór.