Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bændur hafa þurft að leggjast í vegna nýrra reglugerða sem skylda þá að breyta hefðbundnu búreldi í lausagönguhús.

Frá þessu greinir Halldóra Kristín Hauksdóttir, formaður búgreinadeildar eggjabænda, í aðsendri grein á síðu 56. Hún segir að þetta sé mikilvægt skref í átt til dýraverndar, en framkvæmdaferlið hefur víða tekið lengri tíma en til stóð vegna ytri þátta sem bændur hafi lítil áhrif á. Nefnir Halldóra í því samhengi meðal annars skipulagsmál. Íbúafjölgun og aukin neysla á hvern mann hefur jafnframt aukið eftirspurn.

Vonir standa til að jafnvægi náist á eggjamarkaðinum á næstu vikum. Halldóra vill þó benda á að íslenskir eggjabændur megi ekki viðhafa samráð um framleiðsluáætlun og sölu. Þetta er ólíkt því sem tíðkast víða í nágrannalöndunum þar sem stór eggjasamlög hafa yfirsýn yfir framboð og eftirspurn.

Skylt efni: eggjaframleiðsla

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...