Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir á Miðskógi.
Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir á Miðskógi.
Mynd / smh
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sömu gerðar og það sem tekiðvarínotkuníloksíðastaársmeð um 180 tonna framleiðslugetu á ári.

„Við byggjum húsið og leigjum svo Reykjagarði það, sem á allan sérhæfða tækjabúnaðinn, kjúklinginn og reksturinn, en við vinnum við reksturinn,“ útskýrir Skúli Hreinn Guðbjörnsson, sem rekur kúabú á Miðskógi ásamt konu sinni, Guðrúnu Esther Jónsdóttur.

Komið á fullt í byrjun sumars

„Dóttir okkar, Sunneva Hlín, og maður hennar, Jóhannes Örn Pálsson, fluttu hingað til okkar í maí 2023 og vinnum við saman að rekstrinum, bæði hvað varðar kjúklingaeldið, kúabúskapinn og kjötframleiðsluna. Grunnurinn fyrir nýja húsið er tilbúinn og við stefnum á að byrja að reisa það næsta vor þannig að það verði komið á fullt í byrjun sumars. Við ætluðum að vera búin að reisa það núna, en skortur á þakefni hefur leitt til seinkunarinnar,“ bætir Skúli við.

Hann segir að þau fjögur muni ráða vel við að sinna nýju kjúklingahúsi til viðbótar við núverandi búrekstur. Samanlagt geti um 26 þúsund kjúklingar verið í húsunum tveimur á sama tíma.

Skúli og Esther eru aðflutt í Dalina, Esther er þó fædd og uppalin í Saurbæ í Dölum en Skúli ólst upp á Vatnsnesinu. Þau hittust á Hvammstanga og bjuggu þar til 2004, fluttu þá á Akranes þar sem Skúli var verslunarstjóri í Húsasmiðjunni í 11 ár.

Þau keyptu svo Miðskóg árið 2015 og fluttu þangað 1. maí það ár, auk kjúklingaeldisins eru þau með eigin kjötvinnslu og heimasölu á nautakjöti sínu, auk mjólkurframleiðslunnar.

Góð afkoma eftir mögur ár

Guðmundur Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs, segir að samstarfið við Skúla og fjölskyldu hafi gengið mjög vel og virkilega ánægjulegt hafi verið að fylgjast með hvernig til hafi tekist hjá þeim.

„Til að ná árangri í kjúklingaeldi þarf að sinna því af natni og umhyggju. Þau hafa sannarlega lagt metnað í sín störf og skilað toppafurðum. Í því ljósi ákváðum við að ráðast í frekara samstarf,“ segir hann og játar að vel gangi í kjúklingaframleiðslu á Íslandi í dag. „Loksins, eftir mjög erfið ár, höfum við farið að sjá til sólar. Það var viðvarandi stórt tap á þessari framleiðslu alveg frá 2017 og í raun til 2022, má segja. Ástæðan var bara erfitt rekstrarumhverfi, hækkun á fóðurverði og öllum kostnaði en of lágt afurðaverð.

Svo kom Covid-faraldurinn inn í þetta, en ég held að það sé óhætt að segja að faraldurinn hafi komið harðast niður á kjúklingaframleiðslunni af öllum kjötframleiðslugreinunum hér. En neyslan á kjúklingi hefur hins vegar alltaf verið að aukast,“ segir Guðmundur og bætir við að Reykjagarður ætli á næstu vikum að byrja á eigin byggingu á Ásmundarstöðum í Ásahreppi, sem verði sömu stærðar og húsin eru á Miðskógi.“

Skylt efni: alifuglabændur

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sund...

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...