Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fréttir 14. nóvember 2024

Einkageirinn brýndur til einbeittari verka

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á COP29 á m.a. að hvetja einkageirann til meiri samvinnu við hið opinbera og loftslagsfjármálin verða tekin til kostanna.

Aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram 11. til 22. nóvember í Bakú í Aserbaísjan. Helstu umfjöllunaratriði þingsins nú, hins 29. í röðinni, eru að brúa bilið í loftslagsfjármálum fyrir sprota- og þróunarmarkaði, lausnir í hreinni orku og samgöngum, að efla hringlaga hagkerfishætti, þróa umbreytingarleiðir í hreint núllhagkerfi og sjálfbær landnýting og skógvernd.

Flýta verður framförum

Heimsloftslagsráðstefnan 2024 fer svo fram 17. nóvember. Lykiláherslan verður á loftslagsfjármál og framkvæmd þess að halda 1,5 gráða markmiðinu innan seilingar. Talið er að knýja þurfi hratt fram auknar fjárhagslegar skuldbindingar, frá bæði opinbera- og einkageiranum, til að flýta fyrir framförum. Þá er stefnt að sameiginlegri ákvörðun forystufólks aðildarríkjanna á ráðstefnunni um að auka orkugeymslugetu á heimsvísu í 1.500 GW fyrir árið 2030.

Ráðstefnan í Bakú miðar að því að efla verulega áhrif samvinnu hins opinbera og einkageirans til að ná fram þeirri stefnu, nýjungum og fjárfestingum sem krafist er í raunhagkerfinu til að ná 2030-umbreytingarmarkmiðum og nettó-núll og náttúrujákvæðum heimi fyrir 2050. Búist er við um 50 þúsund þátttakendum.

COP16 lokið

COP16, aðildarríkjaþing rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, fór svo fram í Kólumbíu, 21. október til 1. nóvember undir yfirskriftinni Friður við náttúruna. Hún þótti skila takmörkuðum árangri og tókst aðildarríkjum t.d. ekki að koma sér saman um hvernig herða mætti á fjármögnun til tegundaverndar.
Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% land- og hafvistkerfa fyrir árið 2030.

Skylt efni: COP29

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...